Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 96
ist, og tók hann liöfuðborgina, en fékk ekki reist
rönd við því, að Búlgarar semdu frið, og hafði eigi
mátt til að taka landið með hervaldi. Vopnahlés-
samningarnir höfðu verið gerðir án samþykkis Fer-
dínands konungs. Sagði hann af sér konungdómi, eu
við tók Boris sonur hans. í friðarsamningunum var
það áskilið, að miðveldamenn allir yrðu á hurt úr
Búlgaríu innan mánaðar og að bandamenn fengi
ráð yfir samgöngum austur um landið. A þennan
hátt fór Búlgaría út úr stríðinu. En hersveitir banda-
manna hafa síðan átt í höggi við austurrikskar her-
sveitir í Serbíu, og ítalskar hersveitir hafa sótt norð-
ur eftis Albaníu.
Með friðarsamningi Búlgara var samgöngum slitið
milli Tyrkja og miðveldanna, nema um Svartahaflð,
og gerði þetta afstöðu Tyrkja í ófriðnum miklu erf-
iðari en áður. Peir liöfðu farið halloka í viðureign-
inni við Englendinga síðasti. sumar í Sýrlandi og
höfðu nú bandamenn suðurhluta og nokkuð af vest- *
urhluta þess á valdi sínu, og höfðu tekið Jerúsalem
og fleiri aðalstöðvar Tyrkja á þessu svæði. En löngu
áður höfðu Bretar tekið Bagdad og náð allri Meso-
potamíu á sitt vald. Var nú ekki sýnilegt, að Tyrkir
mundi til langframa geta staðist í ófriðnum úr þessu.
Pað, sem ráðið hefir umskiftunum á vesturvígstöðv-
unum og þar með öllum þeim höfuðatriðum, sem j
gerst hafa í ófriðnum á þessu hausti, er þáttlaka
Bandaríkjanna í stríðinu. Herútbúnaðinum þar hefir
verið fylgt fram með slikum risatökum, að dæma-
laust er talið. Fjárframlögin til hans hafa verið nær
því takmarkalaus og hergagnagerðin og skipagerðin
í svo stórum stýl að undrum sætir. Á Vestur-Frakk-
landi hafa Bandaríkjamenn gert að nýju stórar hafnir |
til þess að taka á móti herflutningaskipum sínum,
og þrátt fyrir hinn stórfengilega kafbátahernað I*jóð-
verja í Atlantshafi, hafa þau skilað á land í Frakk-
landi svo hundruðum þúsunda skiftir afhermönnum
(68)