Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 65
n
b. Alþingi oíf landsstjórn.
Aukaþinginu, er kom saman 10. des. 1916, var slitið
13. jan. Samþykti það 13 Iög og afgreiddi 10 álj7ktanir
til stjórnarinnar. Eins og getið er í síðustu árbók voru
„ samþykt lög um fjölgun ráðherra, og tók hin nýja
stjórn við völdum 5. janúar, varð Jón Magnússon
kirkju- og kenslumálaráðherra, Sigurður Jónsson at-
vinnu- og samgöngumálaráðherra og Björn Kristjáns-
son fjármálaráðherra.
Reglulegt alþingi kom síðar saman 2. júlí og stóð
yfir til 17. sept. Forseti sameinaðs alþingis Kristinn
Daníelsson, efri deildar G. Björnson og n. d. Ólafur
Briem. — A þinginu varð sú breyting á stjórn lands-
ins, að Björn Kristjánsson lét af ráðherraembætti og
varð Sigurður Eggerz fjármálaráðherra. Meðan þing
stóð yflr andaðist Skúli S. Thoroddsen þingmaður
Norður-ísflrðinga, og 18. ágúst var séra Sigurður Ste-
v fánsson kosinn í stað hans (545 atkv.). Bingið sam-
Þykti 57 lög og afgreiddi 20 ályktanir til stjórnarinnar;
þar á meðal um »að skora á stjórnina að sjá um, að
íslandi verði ákveðinn fullkominn siglingafáni með
konuugsúrskurði, og ályktar að veita heimild til þess
að svo sé farið með máiið«. — En ekki fékk tillaga
þessi framgang, þá er forsætisráðherra flutti hana
fyrir konung 22. nóv., og verður nánar skýrt frá máli
þessu í árbók 1918.
c. Brunar.
Marz 19. Heyhlaða með 1000 hestum af hej7i og fjár-
hús brunnu í Glerárskógum í Dölum.
Maí 10. íbúðarhús á Eskiflrði brann til ösku.
Agúst 30. Bær á Syðri-Brekkum í Skagafirði brann
til kaldra kola. Nær engu bjargað.
í þ. m. Brann bær í Gröf í Miklaholtshreppi.
Sept. 8. Útihús og hey brunnu á Yígólfsstöðum í
Dölum.
t-
(37)