Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 111
Hún er á borð borin og borðuð með soðnum kart-
öllum og lauksós. Sósin er búin til úr þremur mat-
skeidum af hveiti og tveimur af smjöri. Þetta bakað
saman og smáþynt með sjóðandi mjólk þar til sósin
er hæfilega þykk, þá er soðinn, saxaður laukur lát-
inn útí.
Súr síld. Vel verkuð sölt síld er afvötnuð i sólar-
liring (helzt í mjólk), þá er hún tekin upp og látið
siga af henni. Lögð i skál eða krukku og yfir hana
helt ediki, sem ýmiskonar krydd hafa verið soðin i,
svo sem: lárviðarlauf, pipar, allrahanda og negull og
örlítið af sykri. Edikið þarf að vera svo mikið, að
fljóti yfir síldina. Eftir einn eða tvo daga er sildin
orðin góð.
Með nýja síld má fara á sama hátt, en þá þarf að
salta og edikinu er þá helt yfir sjóðandi heilu. Salta
sild má einnig súrsa í drukk.
Reykt síld. Síldina má reykja á líkan hátt og silung
eða rauðmaga, einnig má reykja hana í heitum reyk,
svo að hún hálf-soðni. Og hér skal nefnd þriðja að-
ferðin: 6 saltar síldar eru afvatnaðar í sólarhring,
lagðar i ílát og svo miklu vatni helt á, að aðeins
fljóti yfir og saman við það hrært tveim matskeiðum
af reyksýru. Síldin er nú látin liggja í þessu í sólar-
hring, þá er hún hengd upþ og látin þorna. Hún er
nú borðuð ýmist hrá eða soðin.
Reykt sild er ágæt með hrærðum eggjum. Á móti
hverju eggi er höfð 1V2 matskeið mjólk og salt á
hnífsoddi. Petta er hrært saman. Lítið af smjöri er
hrætt í potti og eggjunum helt þar í og jafnóðum og
Þau vilja hlaupa við pottbotninn er skafið frá með
skeið. Þegár alt er hlaupið eru eggin sett á heitt fat,
reyktum síidarstykkjum raðað i kring, og þannig á
horð borið.
Soðin síld í Karry-sós. Síldin er verkuð, dálkurinn
tekinn úr; vafin saman i böggla og raðað i pott eða
þönnu, salti stráð í og sjóðandi vatni helt yfir. Þetta
(83)