Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 118
legi íslendingur sé, sem slíkur heiður hefir hlotn-
ast.
Mikið má paö vera, ef fornsögur okkar geyma ekki
einhversstaðar lykilinn að þeirri gátu. Og pað virð-
ast þær líka gera. Frá okkar hálfu virðist ekki nema
um einn mann geta verið að ræða: Björn Breiðvík-
ingakappa.
Björn Asbrandsson Breiðvíkingakappi er einn af
íglæsilegustu hetjunum, sem sögur vorar geta um.
Hann er skáld gott, drengur hinn bezti, mesti at-
gerfismaður og framaður mjög erlendis, meðal ann-
ars um langan tíma með Jómsvíkingum. Hann var
sonur Asbrands í Iíambi í Breiðavík. Yarð snemma
kært með honum og húsfreyjunni á Fróðá, Puríði
sjTstur Snorra goða. Póttist bóndi hennar ekki mega
þola pær búsifjar. Skarst Snorri í málið, og leiddi
;það til pess, að Björn fór utan. En pegar hann kom
út aftur, sótti fljótt í sama horfið, og leiddi pað til
nýrra vandræða. Loks varð pað að sættum, að Björn
færi úr landi. Lét hann pá í haf, og hefir ekkert með
■vissu spurzt til hans síðan.
Eyrbyggja-saga sleppir honum pó ekki alveg að
svo komnu. »Guðleifr hét maðr; hann var son Guð-
laugs ins auðga ór Straumfirði, bróðir Porfinns, er
Sturlungar eru frá kotnnir«.-----Guðleifur pessi var
farmaður og »átti knörr mikinn«.------»Pat var ofar-
lega á dögum Óláfs ins helga (1015—1030) at Guð-
leifr hafði kaupferð vestr til Dýflinnar; en er hann
sigldi vestan, ætlaði hann til íslands; hann sigldi
fyrir vestan írland, ok fékk austanveðr ok landnyrð-
inga, ok rak þá langt vestr í haf ok í útsuðr, svá at
þeir vissu ekki til lands; enn pá var mjök áliðit
suraar, ok hétu þeir mörgu, at þá bæri ór hafinu,
•ok pá kom par, at þeir urðu við land varir; þat var
mikit land, en eigi vissu þeir hvat land pat var. Pat
ráð tóku þeir Guðleifr, at þeir sigldu at landinu, pvi
at þeim pótti ilt at eiga lengr við liafsmegnit. Peir
(90)