Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 61
salt flutt frá Bretlandi sökum kafbátahættunnar, en
tilfinnanlegur skortur fór að verða pegar um vorið
á þeim vörum til að reka síld- og fiskveiðar og lialda
uppi skipaferðum til flutninga. Voru mörg skip, er
flytja áttu þessar vörur, kafskotin af þýzkum kafbát-
um, þar á meðal gömlu millilandaskipin »Ceres«,
*Vesta« og »Flóra«. Fórust 5 menn af »Vestu« og 2
af »Ceres«. Eimskipafélagið keypti skip, »Lagarfoss«
í stað »Goðafoss«, og héldu þessi skip uppi samgöng-
um við útlönd auk nokkurra annara skipa, er ein-
stakir menn áttu, og útlend leiguskip.
Fluttist til landsins, þrátt fyiir alla erfiðleika, svo
mikið af nauðsjmjavörum, að við mátti una.
Landsstjórnin keypti »Sterling« til strandferða.
Varðskipið »íslands Falk« fór nokkrar ferðir milli
íslands og Danmerkur og flutti stjórnarvaldapóst og
farþega, en allur almennur póstflutningur fékst eigi
fluttur siðari hluta ársins, nema yfir England, og mátti
heita að mestu stöðvaður.
Allar íslenzkar vörur hækkuðu mjög í verði; í árs-
lok var meðalhækkun á helztu nauðsjmjavörum í
Rejdijavík um 180°/o frá því, sem þær voru þegar
ófriðurinn hófst. Mestan þátt í verðhækkuninni áttu
hin feikna háu flutningsgjöld og stríðsvátrygging á
skipum og farmi, sérstaklega á vörum frá Englandi,
og varð kol og salt tífalt dýrara en fyrir ófriðinn.
Innlendar vörur hækkuðu og allmikið í verði, eink-
anlega þær, er seldar voru innanlands. Var það mikl-
um erflðleikum bundið að koma þeim á erlendan
markað, og enginn útflutningur varð á hrossum.
Verzlunarsamningur landsstjórnarinnar við Breta-
stjórn var endurnýjaður í febrúar, og fékst nokkur
hækkun á fisk- og síldarverði, en þó hvergi nærri
svo mikil, að næmi auknum framleiðslukostnaði.
Bretar leyfðu sölu 20 þús. tunna af saltkjöti til Noregs.
Til að koma í veg fyrir að skortur yrði á nauðsynja-
vörum' í einstöku sveitum landsins var fyrirskipað
(33) 3