Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 34
allar skyldu sæta sömu kjörum um borgun fyrir
notkun hans. Bandaríkjaþingið hafði nú leyft sér að
skilja þetta svo, sem átt væri við allar þjóðir nema
sjálfan eiganda skurðsins, Bandaríkin. Hafði Wilson
og flokkur hans verið ásáttur um þann skilning. En
þegar Wilson var orðinn forseti og hafði kynt sér
málið' og álit þeirra, er verið höfðu með að gera
Hav-Pauncefote-samninginn, og þeir sögðu Breta hafa
rétt fyrir sér — þá tók hann þá sömu stefnu fyrir
hönd Bandaríkjanna eins og hann mundi hafa sjálfur
beitt í sínum eigin einkaviðskiftum við nágranna sína.
Skoraði hann á þingið að afturkalla lagagreinina um
forrétt Bandaríkjanna og fylgdi málinu svo fast fram,
að hann þrátt fyrir afskaplega mótspyrnu og æsingar
kom vilja sinum gegn um þingið. Hann sagði meðal
annars: — »Eg kannast að vísu við, að um skilning-
inn á Hay-Pauncefote-samningnum megi deila. En ég
vil alls ekki deila eða metast um mál, sem snerta
æru ríkisins. Ef Bandaríkin gefa óskýr loforð, ber
þeim að efna heldur roeira en minna«. — Er svo
mælt, að það mundi ekki hafa verið öllum fært að
hafa þetta mál fram, svo sem það var varið af mikl-
um krafti og festu.
Pá var Iíínalánið. — Pegar Kínverjar kollvörpuðu
keisaraveldinu og stofnuðu lýðveldi, þurftu þeir að
fá lán til að koma sér á laggir og leituðu- til ýmsra
peningastofnana. En stórveldin England, Frakkland,
Pýskaland, Bússland, Japan og Bandaríkin undir stjórn
Tafts, höfðu bundist samtökum um að þvinga Kína
til að taka lánið hjá sér. Petta var nú ekkert annað
en grímuklædd tilraun til þess að ná fótfestu í þeim
landshlutum Kínaveldis, er heimtaðir voru sem trygg-
ingar. Neituðu stórveldin að viðurkenna hið nýja
Kínaveldi fyrr en búið væri að taka lánið. En Yuan-
Shi-Kai forseti reyndi í lengstu lög að komast hjá
þessu, enda höfðu landar hans í hótunum við hann
ef hann léti undan. — Pegar Wilson kom til valda,
(6)