Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 87
ckki viljað ganga að því. Leið svo hið ákveðna tima-
takmark, sem vopnahléinu hafði verið sett, að ekkert
hafði orðið úr friðarsamningum. Loks viðurkendu
raiðveldin Ukraine óháð ríki og stjórn pess sjálfstæð-
an samningsaðila, gegn mótmælum Bolsjevikastjórn-
arinnar, og sömdu síðan sérfrið við hiö nýja ríki.
Þeir friðarsamningar voru undirskrifaðir i Brest Lit-
ovsk 9. febr. 1918, og var þetta fyrsta friðargerðin,
sem samin var frá byrjun heimsstjTrjaldarinnar. Pessi
friðargerð var köliuð »Kornfriðurinn«, því að sagt var
að miðveldin hefðu í henni trj'gt sér miklar korn-
birgðir að austan. Annars höfðu viðskifti byrjað milli
Rússa og miðveldanna undir eins og samið var um
vopnahlé. En er ekkert varð úr frekari samningum
við Rússa en þetta í Brest Litovsk, hóf miðveldaher-
inn aftur innrás í Rússland og var nú orðið lítið þar
um reglulegan her til varnar, svo að her miðveldanna
lagði hindrunarlitið undir sig hvcrt héraðið aföðru.
Bolsjevikastjórnin bauðst þá til að ganga að öllum
þeim kröfum, sem gerðar höfðu verið af miðveldunum
i Brest Litovsk, og voru þá loks friðarskilmálar und-
irskrifaðir þar 3. marz, milli miðveldanna og Rússa.
Friðarskilyrðin voru hörð fyrir Rússa. Peir skyldu
láta af hendi Pólland alt og öll Eystrasaltslöndin,
austur að Pejpusvatni, og héruðin þar suður af, við-
urkenna samninga þá, sem miðveldin höfðu gert við
Ukraine, og auk þess láta af höndum við Tyrki nokk-
ur héruð í Litlu-Asiu og Armeníu. Allan her sinn
skyldu Rússar afvopna og senda hermennina heim
þegar í stað. Par með skyldi talinn liinn nýi stjórn-
byltingarher Bolsjevika, hinar svo nefndu »Rauðu
hersveitir«. Rússnesku herskipin áttu að halda kyrru
fyrir í rússneskum höfnum, þangað til alheimsfriður
væri saminn, eða þá að afvopnast. Lögreglulið Pjóð-
verja skyldi til bráðabirgða hafa eftirlit í þeim Iönd-
um, sem Rússar létu af höndum. Svo skyldu Rússar
algerlega hverfa burt úr Finnlandi og Álandseyjum.
(59)