Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 37
fremur fyrir þá ávexti, sem hiö nýja fyrirkomulag fór
að bera þegar í stað.
Pótt hugsjónastefna Wílsons hefði þannig fengið
ýms erfið viðfangsefni og fleiri en hér 'eru talin, þá
er þó eftir að minnast á sjálfa hörðustu raunina, sem
er byrjuð en ekki séð fyrir endann á. — Pað er
þátllakan í heimsófriðnum. Líklega mundi Wilson ein-
hverntíma vart hafa hugsað sér öllu berari ósigur
fyrir skoðun sína og stefnu en það, að verða sjálfur
neyddur til að helja ófrið og það gegn þjóðum langt
úti í heimi, sem lireint ekki hefðu beinlínis lierjað á
hann og miklu fremur hefðu viljað forðast að stjTggja
Bandarikin. En þótt Wilson væri voldugur forseti ný-
endurkosinn og með marga sigra markaða á skjöld-
inn, þá voru þó önnur öfl sterkari og hann varð að
segja Miðveldunum stríð á hendur voriö 1917. Er
alkunnugt, hversu lengi hann reyndi að koraast hjá
þessu og eru öllum í fersku minni hinar mörgu og:
áranguíslausu orðsenditigar lians til Pjóðverja um
að hætta kafbátahernaði gegn kauþförum og hlutlaus-
um skipum. En þessi hernaðaraðferð Pjóðverja hafði
kostað eigi allfáa Bandaríkjaþegna lífið og þóttust
Bandaríkjamenn eigi geta þolað slíkt vansalaust. Enda
var þetta óspart notað til stríðsæsinga þar vestra.
Eins og oftast vill verða, ekki sist meðal stórþjóða,.
gerast þær venjulega nokkuð margar ástæðurnar og
átyllurnar til að hefja ófrið, æsingageð og ævintýra-
löngun ungu mannanna, frægðarlöngun forystu-
manna, gróðafikn kaupsýslumanna, landaukafíkn
stjórnmálamanna og yfir höfuð misskilin ærutilfinn-
ing og stórmenska, sem ætíð og alstaðar finnur sér
misboðið i smáu og stóru.
Wilson fann mjög vel, að hér voru öll þessi gömlu
ófriðaröfl að starfi og reyndi með öllu móti að þagga
niður í þeim. Hins vegar varð því ekki neitað, að
Bandaríkin voru þegar alveg ósjálfrátt orðin hlut-
takandi í ófriðnum i gegn um verslun sína og atvinnu-
(9)