Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 59
Arbók Islands 1917
a. Aluieun tíðindi.
Arferði. Frá nýári og fram að páskum var fremur
mild veðrátta og snjóalög lítil. Laugardaginn fyrir
páska (7. apríl) gerði aftaka stórhríð með miklu frosti.,
og varð í því veðri bæði manntjón, fjárskaðar og
skipatjón. Vorið var kalt, þurt og næðingasamt og
spratt jörð seint, og voru tún fremur illa sprottin, er
sláttur byrjaði um 20. júlí. Um miðjan júlí brá veðri
sunnanlapds og víðar til lilýinda og rigninga og varb
grasvöxtur í góðu meðallagi, en töður hröktust nokkuð,
Varð úthejrskapur yfirleitt góður á Suður- og Vestur-
landi, og á Norður- og Austurlandi nýttust hey vel
framan af, en síðari hluta ágúst og september voru þar
óþurkar og ill veður og urðu hey úti til inikilla muna,
einkum i Norður-Þingeyjarsýslu og í Múlasýslum, og
varð þar heyfengur víðast hvergi nær því í meðallagi.
Frá miöjum ágúst og fram að réttum voru þur veður
sunnanlands og vestan. Frá þvi mánuði fyrir vetur og
alt fram að jólum var um alt land hörð tíð, frost
mikil og jarðbönn og kom allur fénaður óvenju
snemma á gjöf. Fyrstu dagana í október var aftaka-
veður, fenti fé og tvö skip fórust með 13 mönnum.
Um jólin gerði góða hláku og var víðast um land
komin jörð um áramót. — Fjárheimtur um haustiö
voru með lakara móti, hamlaði veður fjallleitum, og
urðu afréttir aldrei smalaðar til fulls.
GarÖrœkt var rekin með mesta móti um land alt, en
uppskera varð yfirleitt i tæpu meðallagi og skemdust
garðávextir víða af frosti. Allmikið varð og úti í görð-
nm um liaustið, sem aldrei náðist upp sakir frosta
og ótíðar. í Vestmannaeyjum gerði kartöflusýki all-
mikið tjón.
Fiskveiðcir urðu eigi stundaðar á árinu með eins
(31)