Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 113
verzlunarvara ætti hver bóndi sjálfur að rækta handa
sér grasfræ. Aðferðin er þessi: Maður afgirðir blett í
túninu með traustri vírgirðingu og velur blettinn þar
sem taðan er bezt, lætur svo þuntinn standa fram á
haust. Kringum miðjan seþtember mun fræið venju-
legast vera þroskað. Þá klippir maður öxin af, lætur
þau þorna. Síðan eru öxin geymd á þurrum stað og
þreskt síðar þegar litið er að gjöra. Blettinn má slá
þegar búið er að taka öxin. Helgi Jónsson.
Gr&gn og prýöi.
Pú gagnsemd láttu fegurð í frið,
og fegurð kannastu nytsemd við.
Stgr. Th.
Nú smástækka sléttu flatirnar í túnunum; manns-
aldur fullan eða meira heftr þurft til þess að festa
þá sannfæringu alment með bændum, að fátt væri arð-
vænlegra og kallaði bráðara að en túnbæturnar. Nú
er þessi þraut unnin, og þarfir voru þeir menn og
gott æltu þeir skilið, er sáðu hér fyrst frækornunum
°g hófust handa. Já, ílatirnar sléttu fjölga ogstækka. —
Girðingar um tún aukast líka; tóku sprett er gadda-
Virinn kom. Húsakynni batna, verða rúmlegri og bjart-
ari, en þvi rniður óvíðast nokkur stíll í byggingunum;
þökin víðast pallflöt og alt sviplaust. Gömlu bæjar-
þilin, 3—5 í röð miklu ásjálegri og tilkomumeiri. —
G.vggingarnar þurfa að verða reisulegri, svipmeiri,
þökin brattari; þau eiga að minna á fjöllin okkar;
byggingarnar verða að bera á sér þjóðlegan svip; flötu
Þökin eru svo ósköp lúpuleg. í þessu þyrftu þeir að
leiðbeina fólkinu, sem bezt vita. Ljótar byggingar ó-
Prýða landið eins og ljót föt likamann.
Það lagast margt hjá okkur, en það er líka, sem
Við er að búast, undur margt sem enn er ógert og í
ólagi, en enginn ógjörningur er að bæta og laga.
(85)