Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 120
sem söguna Iesum nú, erum heldur ekki í miklum
vafa um það. fluðbrandur Vigfússon telur Björn
fæddan líklega skömmu eftir 950. Um 984 telur hann,
að vinfengi hans og Puríðar á Fróðá hafi byrjað, og
um 998 telur hann, að Björn muni hafa farið úr landi
alfarinn (Safn. I. 327—39 og 488). Á »ofanverðum
dögum« Olafs helga, segjum 1026—28*), er þá Björn
hátt á áttræðisaldri, og engin furða, þótt hann væri
þá «hvítur fyrir hærum«, en gat þó enn verið »mikill
maðr ok garplegr«.
Saga þessi er færð í letur sennilega minst 200 ár-
um áður en Kristóíer Kolumbus fann Ameríku, af
manni, sem enga hugmynd gat haft um stærð og
legu þessa mikla meginlands eða afstöðu þess við
önnur lönd (t. d. írland) aðra en þá, sem hann hafði
af Vínlandsferðum Islendinga. Samt segir hann svo
frá, að vér getum með tilliti til veðurstöðunnar sama
sem rakið slóð skips Guðleifs vestur um Atlantshafið
— eins og vér getum nú líka rakið siglingu Bjarna
Herjólfssonar frá odda til odda á leiðinni frá austur-
strönd Ameríku lil Grænlands. Um sannleiksgildið í
þessum siglingasögum íslendinga til Ameríku, getur
nú enginn efast lengur; enda hafa þær staðið af sér
allar vefengingar.
Sennilega hafa miklu fleiri íslendingar sezt að í
Ameríku einhversstaðar, en nokkrar sögur fara af.
Eitt sinn lögðu yfir tuttugu skip (25) út úr Breiða-
firði og Bórgarfirði, sem ætluðu til Grænlands, en
-ein 14 komust þangað (Flateyjarb. 1., 430). Hvað varð
af öllum hinum? »Sum rak aftr, en sum týndust«.
Vel getur verið, að það sé afkomendur einhverra
þeirra skipshafna, sem landi vor, dr. Vilhjálmur
Stefánsson, hefir nú rekist á nyrzt í Ameríku. Hvað
sem því líður, virðist vera undarlega náið samband
*) Dr. Jón Porkelsson telur þetta hafa verið »nær 1027«, Alm.
Pv.fél. 1803.