Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 84
liríð huldu höfði. Er lialdið, að hann hafi dvalist i
Finnlandi frá því og fram til þess, er hann reisti þá
öldu í Petrograd, sem hóf hann til valda. Hann varö
nú formaður stjórnar þeirrar, sem Bolsjevíkar mynd-
uðu, en utanríkismálin voru lögð í hendur annars
forsþrakka þessarar bj’ltingar, sem Trotzky heitir,
og liafði hann á undanförnum árum verið útlægur
úr Rússlandi, eins og Lenin. Það leið nú ekki á
löngu, eftir að Lenin kom til valda, áður vopnahlé
væri saniið við miðveldÍD, og svo hófust friðarsamn-
ingar í Brest Litovsk. Vopnahléið var sett 17. desem-
ber, og skyldi standa 28 daga og framlengjast sjálf-
krafa, ef ekki væri sagt upp með viku fyrirvara.
Búlgarar og Tyrkir sömdu jafnframt vopnahlé við
Rússa.
Meðan þessu fór fram í Rússlandi hafði mikiö
verið talað um frið. Frá jafnaðarmannaflokkunum
rússnesku hafði komið sú uppástunga, að ailsherjar-
friður skyldi saminn án landvinninga, þ. e. að engin
þjóð tæki land af annari og allar skaðabætur fyrir
hernaðarspell skyldu niður falla. Stjórnir miðveld-
anna féllust á það, eftir mikið þóf, að frióarsamn-
ingar yrðu teknir upp á þessum grundvelli af öllum
ófriðaraðilunum. í Pýzkalandi höfðu orðið kanslara-
skifti nálægt miðjum júlí. Bethmanu-Hollweg, sem
staðið hafði þar við stjórn frá byrjun ófriðarins, fór
frá, en dr. Michaelis tók við, og var það að vilja
þeirra flokka í Þýzkalandi, sem friði voru hlyntin
Nýi kanslarinn lenti í hörðum deilum við sljórn
Frakka út af því, að skjöl hefðu komið fram frá
Frökkum í plöggum rússnesku keisarastjórnarinnar,
sém sýndu, að þeir hefðu gert samninga við Rússa
um landvinninga sér til handa af Pjóðverjum, jafn-
framt og Rússar ætluðu sér landvinninga af Tyrkj-
um. Kom nú skýrt fram sú krafa frá Frökkum, að
þeir ætluðu sér Elsass-Lothringen, og var studd af
Englendingum. Annars kvað allmikið að friðarhreyf-
(56)