Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 99
og eru þetta aðalatriði þeirra: Allur her Austurríkis-
Ungverjalauds 'leggi þegar niður voþn, og þær her-
sveitir, sem berjast á vígvellinum frá Norðursjó til
landamæra Svisslands verði kallaður heim. Undir
voþnum mega þó vera alt að 20 lierdeildir í landinu
sjálfu, eins og á friðartímum. Austurríkismenn hverfi
þegar burt úr þeirn héruðum, sem þeir hafa tekið
með hervaldi og láti af hendi helming allra þeirra
hergagna, sem þeir hafa í héruðum þeim, sem þeir
yfirgefa. Bandamenn fái rétt til þess, að flytja heriið
sitt á öllum vatnavegum Austurríkis og nota það, sem
þeir vilja af flutnirtgatækjum þess. Peim skal heimilt
að setjast að hvar sem þeint sýnist í Austurríki-Ung-
verjaiandi, hvort sem er til þess að búa þar eða halda
þar uþþi reglu, og skulu þeir fá afhentar nauðsynjar
handa bandamannahernum gegn borgun. Allir þýzkir
hermenn skulu sendir frá Austurríki-Ungverjalandi
innan 15 daga, en þeir af þeim, sem finnast kynnu
þar eftir þann tíma, skulu handteknir. Ollum hertekn-
um mönnum skal skilað þegar í' slað og eins öllum
kyrsettum þegnum bandamannaríkjanna. Sljórn Aust-
urríkis-Ungverjalands skal láta nákvæmlega upþi,
hvar skip hennar eru. Hún skal láta af kendi 15 kaf-
báta og nokkur herskip af ýmsri stærð, en allir aðrir
kafbátar hennar og herskip séu þegar í stað afvopn-
aðir og koma úndir umsjón bandamanna. Stjórn Aust-
urríkis-Ungverjalands skal segja til um allar tundur-
duflagirðingar ríkisins og bandamönnum heimilt að
eyðileggja þær. Peir skulu fá umráð yfir öllum vígj-
um og varnarvirkjum við Doná, til þess að tryggja
þar fult siglingafrelsi. Bandaraenn taka á sitt vald ö)l
varnavirki á sjó og landi, þar á meðal eyjávígin við
Pola, svo og skipasmíðastöðvar og skotfærageymslu-
skála. Skilað skal aftur öllum verslunarskipum þeim,
sem tekin hafa verið af bandamönnum. Pað er tekið
fram, að vopnahlésskilyrðin megi ekki skoðast sem
fordæmi fyrir væntanlegum friðarsamningum, og að
(71)