Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 44
-vegna þess, að viðbrigðin voru svo mikil frá latn-
■nsku og grísku málfræðinni. Mér varð þá ljóst, að
málmyndamergðin stafar af blindri, sögulegri til-
viljun, en ekki neinni máifræðislegri nauðsyn. Vegna
þessara áhrifa tók ég nú að grannskoða málið og
kasta burtu óþörfum málmyndum. Sá ég þá, að mál-
fræðin bráðnaði meir og meir í höndunum á mér,
og brátt var ég kominn niður í örstutta málfræði,
sem komst fyrir á fáeinum blaðsiðum, án þess að
það þyrfti að verða að neinum baga fyrir málið. Nú
tók ég alvarlega að gefa mig að liugsjón minni. En
risaorðasöfnin voru mér enn sífelt þvrnir í augum.
Einu sinni þegar ég var í 6. eða 7. bekk í latínu-
skólanum vildi svo tii, að mér varð litið á dyra-
spjald með áletruninni »S\e\tsarskaja«. (drykkjukrá) og
rétt á eftir á annað, sem á stóð »Konditors/ca/a« (sæt-
indakrá). Eg hafði séð þetta oft áður, en nú vakti
þessi ending, »skaja«, athygli mína og sýndi mér, að
úr einu orði má með viðskeyti mj'nda mörg önnur
orð, sem menn ekki þurfa að læra sérstaklega. Pessi
hugsun gagntók mig alveg og ég fann nú alt í einu
jörðina undir fótum mér. Ljósgeisli féll á geigvæn-
legu risaorðasöfnin og þau tóku brátt að smækka í
augum mínum.
»Gátan er leyst!« sagði ég við sjálfan mig. Eg greip
hugmyndina um viðskeytin og tók að vinna af kappi
að hinu nýja verkefni. Mér varð það ijóst, hve mik-
ilsvert það er fyrir tungumál, sem myndað er af
ásettu ráði, að geta notað út í æsar þann mátt, sem
nátturlegu tungumálin nota að eins að nokkru leyti,
blint, óreglulega og ófullnægjandi. Ég tók að bera
saman orðin, leita að föstum, ákveðnum sambönd-
um milli þeirra, og daglega útrýmdi ég úr orðasafn-
inu nýjum, stórum flokk af orðum og setti í staðinn
fyrir allan þann orðasæg eitt viðskeyti, sem táknaði
ákveðið samband. Ég tók þá eftir því, að í staðinn
fj'rir mikinn grúa af hreinum stofnorðum (t. d. móðir,
(16)