Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 33
og stærri ríkjunum treystir enginn, á meðan þau ein-
lægt sýna það í verki, að þau eru óábyggileg.
En í því liggur máttur Batidarikjanna, að þau hafa
veruleg skilyrði til að greiða veg þessa máls. Pau eru
voldug og geta sýnt í verki, að þau þurfa ekki að
ásælast neinn. Pau eru sjálfum sér nóg, hafa ekki
ráðríka hernaðarstjett, sem þyrstir i ófriö, og þau eiga
þá aðstöðu, að þau þurfa engan að óttast, enginn get-
ur gert þeim verulegt mein. Pau eru því sköþuð til
að hafa /orgöngu að hinni miklu milliríkjasiðbót. Banda-
rikjunum á að mega trúa og þau verða að haga sér
svo, að þau verðskuldi traust.
Flestum mun hafa orðið að vþta öxlum í fyrstu
og kalla þessa kenningu Wilsons ótimabæran heila-
spuna. Varð og mörgum að orði, að Wilson mundi
áreiðanlega vakna upp úr þessum draumórum, er hann
hefði um stund verið stjórnandi í ríki dollaranna.
En Wilson gekk að þessari stefnu með sömu festu
eins 'og að endurbótunum innanlands. Gerði hann
strax í byrjun að yfirráöherra og utanríkisráðherra,
(Secretarj' of State), ákveðinn skoðanabróður sinn,
hinn alkunna stjórnmálamann W. J. Bryan, er verið
hafði einu sinni áður forsetaefni demókrata; tveim
árurn síðar tók Lansing við stöðunni og hefur gegnt
henni síðan.
Þegar Wilson tók við embætti, varð hann strax að
taka afstöðu í mikilsverðum utanríkismálum, svo sem
Panamaskurðarmálinu, láninu til Kína og deilunni
við Mexíkó. Skal stuttlega drepið á þessi mál af því
að þau lýsa vel stefnu hans.
Lög böfðu verið staðfest í ágúst 1912, er veittu
strandferðaskipum Bandaríkjanna þann forrétt, að
sigla gjaldfritt í gegnum Panamaskurðinn. Pettagramd-
ist öðrum þjóðum mjög, og Bretar sögðu hér vera
framið ótvirætt brot á hinum svonefnda Hay-Paun-
cefote-samningi frá 1902, er heimilaði öllum þjóöum
frjálsa siglingu gegnum skurðinn og ákvað, að þær
(5)