Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 38
Tekstur. Pau gátu ekki selt afurðir lands og iðnaðar
annað en til Breta og Bandamanna. Að vísu hefði
'mátt banna skotfæragerð fyrir þá, en það var ókleift
.af því að hugurinn var nú mestur Bandamannamegin.
Þá má líka benda á það, að margir bestu menn lands-
ins fundu, að á svo stóru ríki eins og Bandaríkjunum,
sem getur ráðið öllu, sem það vill á öðrum helmingi
jarðaryfirborðsins, hvildi í raun og veru þung ábj7rgð
um gang og úrslit styrjaldarinnar. Pað var ekki vansa-
iaust að sitja lijá hlutlaus og spinna tómt gull af
hörmungunum, sem yfir dundu hinumegin á hnettin-
um. Hinsvegar eríitt fyrir Wilson og skoðanabræður
hans að fara nú að veila liðsinni, þar sem barist var
æingöngu um yfirráð og efnislega hluti. — En nú
■varð ekki hjá því komist, að Bandaríkin tækju beina
afstöðu og héldu reyndar flestir, að hún gæti ekki
•orðið mikið meiri en að nafni til, og þá einkum í
því skyni gerð að fá hlutdeild í friðarsamningunum
-eftir á. Pað dalt víst fáum í hug, að annað eins gæti
komið til mála, að Bandaríkin færu að senda miljóna-
Jxev yfir Atlantshaf að eins til að berjast fyrir hug-
sjónir, og ætluðu annars ekkert að hafa upp úr því!
— Nei, — en að lána eitthvað af flotanum, og þá helst
það, sem var að verða úrelt og þiggja fyrir fulla
umbun. — Það gat verið vit í þvi.
En Wilson hugsaði mál sitt. Ef til vill var stríðið
-eftir alt saman sterkasta meðalið til að nálgast tak-
markið, og þá var að slá slag, er um munaði og
minnisstætt j'rði síðar. Ef Bandarikin ættu að hafa
áhrif á takmark og úrslit heimsófriðarins, þá var að
koma fram sem heimsveldi og láta eitthvað undan
sér ganga. Nú stóð svo á, að öðrumegin voru Þjóð-
'verjar, að vísu virðingarverð framfaraþjóð, en undir
stjórn, sem hafði tekið öll vísindi veraldarinnar í
þjónustu hernaðar og yfirdrotnunar og virti lítils rétt
hinna veikari. — Hinumegin voru Bretar, gamalt og
Teynt heimsveldi, að vísu bygt á yflrdrotnun, sem
(10)