Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 90
haft þar í landi, en rússneska stjórnin taldi sig
réttan erflngja þess, eins og alls annars valds, sem
áöur hefði verið í keisarans höndum. Gekk lengi í
þófi um þetta og Rússar höfðu sent inn í landið tjöl-
mennar hersveitir. Regar Bolsjevíka-stjórnin var
komin til valda í Rússlandi, varð mótstaðan þar
minni gegn sjálfstæðiskröfum Finna, en ýmislegt
varð þó enn tii ágreinings, svo sem fjármálaskifti
o. fl. En um miðjan desember 1917 er þó svo komið,
að finska þingið hefir myndað nýja stjórn í landinu
og samþykt grundvailarlög handa Finnlandi með
yfirlýsingu um fullkomið sjálfstæði þess. Forgangs-
maöur Finna í þessu, og forsætisráðherra hinnar
nýju stjórnar, lieitir Svinhufvud, og fékk hann viður-
kenningu bæði miðveidanna, bandamanna-ríkjanna
og Norðurlanda fyrir sjálfstæði Finnlands. Rússa-
stjórn viðurkendi það einnig. Var nú ákveðið, að
Finnland skyldi verða Jýðveldi og forseti kosinn til
6 ára. Skyldi hann kosinn 15. janúar og við embætt-
inu átti hann að taka 13. apríl. En alt þetta snerist
skyndilega við. Jafnaðarmannaflokkurinn hafði áður
haft yfirhönd í finska þinginu, en við kosningar, sem
fram fóru haustið 1917, misti hann völdin, svo að hín
nýja stjórn, sem grundvallarlögin samdi, var mynduð
af samsteypuheild úr öllum öðrum flokkum þings-
ins. Jafnaðarmannaflokkurinn, eða minni hluti þings-
ins, gerði þá uppreisn gegn meiri hlutanum, og tók
upp stefnuskrá Bolsjevikanna rússnesku. Hinar
Rauðu hersveitir Rússa, sem í landinu sátu, veittu
honum liö, og nú tók stjórnin í Petrograd eindregið
í strenginn með þessari hreyfingu í Finnlandi, sendi
skoðanabræðrum sínum þar bæði vopn og nýtt lið.
Ástandið í landinu hafði að undanförnu verið mjög
ilt, vegna ófriðarins, dýrtíð afskapleg og matvæla-
skortur, svo að við hungursneyð lá. Herlið Rússa
lá eins og plága á landinu, og gátu Finnar ekki
hrundið því af sér. Nú hófst Bolsjevíka-byltingin þar
(62)