Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 88
Báöir málsaðilar viðurkendu fullkomið sjálfstæði
Persíu og Afganistans. Ennfremur voru í friðarskil-
málunum ákvæði um viðskifta- og verzlunarsamninga,
er gerast skyldu milli Rússa og miðveldanna. Fulltrú-
ar Rússa, sem undirskrifuðu þessa samninga í Brest
Litovsk, áskildu, að einstök atriði þeirra yrðu lögð
undir atkvæði hermanna- og verkmanna-ráðsins til
samþyktar. Pað samþykti samningana 20. marz, en
þó með hangandi hendi og lítilli hluttöku í atkvæða-
greiðslunni. Og er til kom, gat rússneska stjórnin
ekki uþþfylt öll skilyrði samninganna, t. d. um af-
vopnun »Rauðu hersveitanna« og burtkvaðning þeirra
úr þeim héruðum, sem Rússar létu af höndum með
samningunum. Rauðu hersveitirnar voru mjög út-
breiddar um alt Rússland og áttu Pjóðverjar í megn-
ustu vandræðum með þær, því að íbúar héraða þeirra,
sem þeir höfðu fengið umráð yfir, fyltu margir þeirra
flokk. Pær óðu uppi í Ukraine, Eystrasaltslöndunum
og Suður-Rússlandi, svo að stjórnir miðveldanna
kváðust verða að beita hersveitum sínum gegn þeim,
einnig eftir að friður var saminn. Stjórnin í Ukraine
átti lengi í höggi við Rauðu hersveitirnar með her-
lijálp frá miðveldunum, og fullur friður helir enn
ekki náðst þar í landi. Sama er að segja um Suður-
Rússland, að þar var sífeld borgarastyrjöid, sem mið-
veldin vildu kæfa niður með hervaldi, og í þeim leið-
angri tók her þeirra Odessu og fór alla leið suður á
Iírimskaga. Rúmenir höfðu haldið her sínum alt til
þessa ósigruðum á tiltölulega litlu svæði í norðúr-
hluta landsins. En þeir urðu ósáttir við sljórn Rússa,
sögðu henni stríð á hendur og héldu með her inn í
Bessarabíu. En eins og nú var ástatt orðið, var her
Rúmena umkringdur af miðveldahernum, svo að hann
varð að gefast upp, og sömdu miðveldin frið við
Rúmeníu 15. maí. Ferdinand konungur skyldi halda
völdum, en miðveldin hafa eftirlit með stjórn lands-
ins og hafa þar her áfram. Til Búlgaríu skyldi
(60)