Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 43
Af því aö mér fanst þá fullorðna fólkið vera svo
máttugt, hugsaði ég mér, að þegar ég væri orðinn
stór, þá skyldi ég bæta úr þessu.
Smátt og smátt komst ég auðvitað að raun um, afr
alt gengur ekki eins auðveldlega og barnið ímyndar
sér. Hver loftkastalinn hrundi á fætur öðrum, en
aldrei gat ég samt losað mig við hugsunina um eitt
tungumál fyrir alla menn. Einhvern veginn óljóst
hneigðist ég að henni, án þess þó auðvitað að gera
mér nokkra grein fyrir, hvernig hún mætti komast:
i framkvæmd. Eg man ekki hvenær, en að minsta
kosti töluvert snemma, myndaðist hjá mér sú sann-
færing, að allsherjarmálið mætti ekki vera mál
neinnar núlifandi þjóðar. Pegar ég fór að ganga í
latínuskóla í Varsjava, varð ég um tíma hugfanginn
af forntungunum og fór að gera mér í hugarlund, að
einhvern tíma mundi ég fara út um gjörvallan heim
og hvetja menn með leiftrandi orðum að endurlífga
eitt þessara mála til sameiginlegrar notkunar fyrir
alla. Síðar, ég man nú ekki hvenær, komst ég að
þeirri niðurstöðu, að þetta væri ógerlegt, og ég fór
nú óljóst að brjóta heilann um nýtt, tilbúið tungu-
mál. Eg byrjaði þá oft á ýmiskonar tilraunum, hugs-
aði upp margbrotnar fallbeygingar og sagnbeygingar
o. s. frv. En mannlegt tungumál með hinum óendan-
lega sæg af málmyndum, að því er mér virtist, og.
hundruðum og þúsundum orða, sem þykku orða-
bækurnar hræddu mig með, virtist vera svo marg-
brotið og”ferlegt Völundarsmíði, að eg oftar en einu
sinni sagði við sjálfan mig: »Burt með alla draum-
óra! Petta megnar enginn mannlegur máttur« — en
samt gat ég aldrei hætt við þessi heilabrot.
fýsku og frönsku lærði ég í barnæsku, en ég var þó
enn of ungur til þess að gera samanburð og draga
ályktanir þar af. En þegar ég fór að byrja að læra
ensku í 5. bekk í latínuskólanum, þá vakti það undr-
un mina, hve enska málfræðin er einföld, einkum
(15)