Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 56
kost á að verja mál sitt. Zamenhof gat ekki sjálfur
mætt, en fyrir hans hönd mætti de Beaufronl, sem
verið hafði helzti stuðningsmaður málsins i Frakk-
landi. Ennfremur kom fyrir nefndina ný uppástunga,
sem algerlega var bygð á esperantó, en með ýmsum
breytingum. Höfundurinn nefndist Ido (niðji) og vissi
enginn hver hann var, nema ritarar nefndarinnar.
Niðurstaða nefndarinnar varð nú sú, að hún valdi
esperantó með þeim skilmálum, að breytingar yrðu
gerðar á málinu í þá átt, sem Ido hafði stungið
upp á. Mjög voru skiftar skoðanir um, hve heppi-
legar breytingar þær væru, sem nýja málið boðaði.
Sumir esperantistar yfirgáíu esperanló og gerðust
fylgismenn nýja málsins, sem brátt fékk nafnið Ido,
eftir gerfinafni höfundarins, en allur þorri esperan-
tisla komst samt að þeirri niðurstöðu, að breyting-
arnar mundu valda glundroða og að heppilegast væri
að halda áfram fast við esperantó í þeirri mynd, sem
það liafði haft í 20 ár. Þegar menn höfðu áttað sig
á þessu, var aftur farið að vinna að útbreiðslu espe-
rantós, eins og ekkert liefði í skorist, en aðstaðan
var samt lakari, þar sem nú voru tvö mál, sem
keptu hvort við annað og fylgismenn hvors þeírra
vönduðu stundum ekki hinum kveðjurnar. Pótti
■ esperantistum framkoma frumkvöðla nýja málsins
vera harla óliðleg og jafnvel óhreinleg, einkum er
það varð bert, að höfundur sá, er nefndi sig Ido,
var de Beaufront, sem mætti fyrir Zamenhof og
aidrei liafði gefið honum í skyn, að hann óskaði
neinna breytinga á esperantó, enda verið sá, er
harðast barðist gegn öilum breytingum á því. Sjálfur
liafði Zamenhof aldrei haldið því fram, að verk sitt
væri fullkomið og óumbætanlegt, en hann hafði
reynslu íyrir þvi, að af breytingum stafaði óeining
og ófriður, en eining og friður meðal fylgismanna
málsins væri nauðsjmlegt skilyrði fyrir sigri þess og
miklu meira virði, heldur en málfræðileg fullkomnun.
(28)