Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 31
við stórveldin. Má þess vegna geta nærri, hvort hon-
um hafi ekki gramist þegar Wilson tók þveröfuga
stefnu — neitaði að ganga i félagsskaþinn um láníö
til Kínverja, sem átti að tryggja Bandaríkjunum raikil
réttindi í Kína — fór að bjóða smáriki suður í Mið-
ameriku bætur fyrir rán Roosevelts á Panamaeiðinu
— lét það haldast uppi að Bandaríkjamenn væru
myrtir í Mexikó án þess að skakka leikinn strax —
og skirðist í lengstu lög við að auka her og flota og
segja Pjóðverjum stríð á hendur. — Má gera sér í
hugarlund, hvað Roosevelt muni hafa þótt slik fram-
koma fyrirlitleg, enda var reiði hans undir forseta-
kosninguna 1916 orðin svo mögnuð, að hann þrátt
fyrir itrekaðar móðganir af hendi flokksmanna Tafts,
kaus lieldur að styrkja forsetaefni þeirra Hughes, en
að láta skólakennarann komast að aftur. En hvað
skeði? — Wilson var samt endurkosinn og mun því
halda forsetaembættinu til 4. mars 1921.
Af lagabótum þeim, sem Wilson beittist fyrir og
kom í gegn um þingið þegar á fyrstu forsetaárunu'm,
má nefna: — Ný tolllög er gerðu enda á verndarfyr-
irkomulaginu, leyfðu aðfluttri nauðsynjavöru frjálsa
samkeppni við innlenda vöru og gerðu viðskifta-
hringjunum erfiðara að flá almenning. — Tekjuskatts-
lög, sem taka 4—13°/o af stórgróðamönnum en ekkert
af millistélt eða fátæklingum. — Bankalög, sem lama
mjög vald peningabraskara, og koma meiri stöðugleik
á fjárveltuna. — Lög um ríkisjárnbrautir í Alaska,
sem opna landið fyrir alla atvinnurekendur jafnt, í
stað þess að áður ríktu þar fáir auðmenn. — Lög
um lán til bænda til langs tíma með lágri rentu. Áð-
ur urðu bændur alment að sæta afarkostum og gjalda
8—15 og upp í 20°/o í rentu af lánum, sem voru í
hæsta lagi til 5 ára. — Claytonlögin svokölluðu, sem
veita verkamönnum rétt til samtaka og samvinnu, án
þess að koma í bága við lögin, sem sett eru gegn við-
skiftahringjunum. — Lög sem koma í veg fyrir vinnu-
(3) 1*