Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 91
með almennu verkfalli, og síðan hófst liin grimmi-
legasta borgarastyrjöld. Byltingamennirnir í Finnlandr
kölluðu sig Anarko-syndikalista, en þáð er nafn á
þeirri grein jafnaðarmannahópsins, sem aðhyllist þær
kenningar, sem Lenin flutti í Rússlandi. í mótsetning
við Rauðu liersveitirnar voru þær liersveitir, sem
borgaraflokkarnir í Finnlandi mynduðu til varnar
gegn þeim, nefndar »Hvítu hersveitirnar«. Rauðflykk-
ingar hófu uppreisnina í Helsingfors 27. jan., og
gengu fram með mestu grimd. Stjórnin flýði og sett-
ist að vestur í Vasa. 29. jan. kom út auglýsing frá
uppreisnarmönnum um það, að stjórninni væri velt
og þinginu vikið til hliðar, en i þess stað myndað
verkmannaráð, eftir rússneskri fyrirmynd, er færi
með æðsta valdið i landinu. Tilkynt var, að öll auð-
aefi væru gerð upptæk, og mönnum var skipað að
láta af höndum við stjórnendurna öll vopn innan 24
klukkustunda. Rauðflykkingar lögðu síðan undir sig
allan suðurhluta landsins. Afsetta stjórnin beiddist
fyrst hjálpar af Svíum, en sænska stjórnin þorði ekki
að veita henni lið af ótta við uppþot frá jafnaðar-
mönnum í Svíþjóð, er mótmæltu því, að Svíar skær-
ust í leikinn gegn flokksbræðrum þeirra í Finnlandi.
Yfir Hvítu hersveitirnar í Finnlandi var settur hers-
höfðingi, sem Mannerheim heitir, og reyndist hann
duglegur maður. Um miðjan febrúar liöfðu ítauð-
flykkingar á valdi sínu alt landið fyrir sunnan línu
frá Sideby á vesturströndinni austur í norðurenda
Ladogavatnsins, en það er ‘/4 landsins að flatarmáli
og mannflestu héruð þess. Pjóðverjar skárust svo í
leikinn, eftir beiðni Svinhufvud-stjórnarinnar, og
sendu her til Finnlands; hallaði þá brátt á Rauð-
flj'kkinga, svo að í lok aprílmánaðar voru þeir sigr-
aðir. Pingið tók þá aftur til starfa undir forustu
hinnar fyrri stjórnar, og samþykti nú, að landið
skyldi verða konungsríki. Finnar voru Pjóðverjum
mjög þakkiátir fyrir liðveizluna, og féll kouungsval-
(63)