Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 81
Des. 30. Theodina Porsteinsdóttir, kona í Reykjavík,
fanst örend í sjónum.
í þ. m. varö Steinþór Gunnlaugsson vinnumaður
í Möðrudal úti á Möðrudalsheiði.
Jóhann Krisljánssön.
Heimsstyr jöldin.
Pegar frásögninni lauk um heimsstyrjöldina i síð-
asta Almanaki, 21. júní 1917, höfðu eigi alls fyrir
löngu gerst tveir stórviðburðir, sem þá var enn óséð,
hver áhrif mundu hafa. Annar var sá, að Bandaríki
Norður-Ameríku höfðu sagt Pýzkalandi stríð á hend-
ur, en hinn var rússneska stjórnarbyltingin.
Pegar fram leið á sumarið 1917, misti sú stjórn,
sem forgangsmenn rússnesku byltíngarinnar höfðu í
upþhafi skipað, tökin á hreyflngunni, en ráðin færð-
ust meira og meira í hendur forkólfa almúgastétt-
anna, er myndað höfðu hið svonefnda »hermanna-
og verkmanna-ráð«, því að það varð brátt ofjarl bæði
stjórnar og þings. Byltingin varð að harðsnúinni
stétta-baráttu, og þeir, sem lengst vildu fara í þá átt,
að kippa öllu valdi úr höndum hinna efnaðri stétta,
gerðu í júlí uppreisn í Petrograd gegn bráðabirgða-
stjórninni. Lvov prins, sem Nikulás keisari var látinn
fela á hendur forsætisráðherraembættið um leið og
hann fór frá völdum, sagði því af sér 25. júlí, en
Kerensky, 37 ára gamall lögfræðingur, tók við af
honum. Hafði hann fyrst verið dömsmálaráðherra,
en síðan hermálaráðherra í bráðabyrgðastjórninni,
°g um tíma virtist hann njóta meira trausts og álits
i Rússlandi en nokkur maður annar. Hann hafði í
þinginú verið í þeim flokki, sem barðist fyrir rétt-
indum smábændastéttarinnar og krafðist eignarréttar
fyrir þeirra liönd á jörð þeirri, sem þeir ræktuðu.
Upphailega var Kerensky friðarvinur, vildi kæfa nið-
'(53)