Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 85
ingu í Englandi um petta leyti. Verkmannaforinginns
Henderson vék úr ensku stjórninni fyrir það, að hanrs
hafði, eftir nokkra dvöl í Rússlandi, fallist á, að full-
trúar frá jafnaðarmannaflokkum allra ófriðarþjóð-
anna kæmu saman á alþjóðafund, sem haldast skyldi
í Stokkhólmi, til þess að ræða um ófriðarmálin og
reyna að koma friði á. En stjó.rnir Frakklands og
Englands neituðu því, að einn einstakur stjórnmála-
ílokkur tæki friðarmálin í sinar hendur, og sögðrs
það hlutverk ríkisstjórnanna að ráða fram úr þeim.
Stjórn Frakka neitaði jafnaðarmannaforingjum þeirrai
um vegabréf til þess að sækja fundinn, þ. e. bannaði
þeim að fara, og enska stjórnin kom einnig í veg
fyrir, að verkmannaforingjar frá Englandi færu, og
varð þá lítið úr fundinum. En meðan á þessu friðar-
málaþófi stóð myndaðist nýr sljórnmálaílokkur S
Pýzkalandi, sem var kröfuharðari en stjórnin fyrir
þess hönd um árangur af ófriðnum. Snemma í nóv-
ember vék dr. Michaelis úr kanslaraembættinu, ert
Hertling greifi tók við. Voru innanríkismál meðfram
eða meira valdandi þeim skiftum. Skömmu síðar
urðu einnig stjórnarskifti í Frakklandi, og varð Cle-
mencéau þar forsætisráðherra, háaldraður maður,
en dugnaðarþjarkur mesti, harður í kröfum íýrir
Frakkland og eindreginn mótstöðumaður þess, að>
friður kæmist á að svo stöddu. Hugsun þýzku stjórn-
arinnar og meiri hluta þýzka þingsins var enn sú,
að koma friði á, og hjá sljórnum og þingum Austur-
rikis og Ungverjalands, sem Cernin greiíi var tals-
maður fj>rir út á við, var sú hugsun enn ákveðnari.
En bandamenn tóku þessu fjarri, eða settu fran>
skilyrði, sem Þjóðverjum þóttu ekki takandi í mál,.
með því að kjör þau, sem bandamenn vildu bjóða
þeim, væru því líkust sem sigurvegarar byðu þau>
yfirunnum þjóðum.
Miðveldin hófu þá, liaustið 1917, sókþ í Ítalíu, og
hröktu ítali úr öllum þeim stöðvum, sem þeir höfða
(57)