Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 94
síður. Bandamannaherinn hafði á undanhaldinu mist
ósköpin öll af hergögnum í hendur Bjóðverja, og
fangatakan var einnig töluverð. En nú færðust Bretar
í aukana og sendu herlið og hergögn til Frakklands
í stærri stíl en nokkru sinni áður. Sú breyting var
pá gerð á herstjórn bandamanna á vesturvígstöðv-
unum, að yflrstjórn hins sameiginlega hers var lögð
i hendur eins manns og falin franska hershöfðingj-
anum Foch. Hafði hann átt að fá yfirsljórn franska
hersins í upphaíi ófriðarins, en skorast undan og
benti á Joffré. Fór nú svo, að framsókn Pjóðverja
stöðvaðist áður en þeir fengi náð Amíens. Þetta
var í byrjun maímánaðar og varð þá um hríð lilé á
orustunum. Gengu þá fregnir um, að Pjóðverjar væru
enn að bjóða frið. En það uintal féll þó skjótt niður,
og í maímánuði hófu Bjóðverjar frainhaldssókn, en
beindu henni nú ekki gegn Amíens, heldur suður á
bóginn milli Soissons og Reims og í áltina til Parísar.
í þeirri sókn fóru þeir suður að Marne, austan viö
París, tóku Chateau Therry, héldu þaðan vestur á
við og færðu alla herlínu sina þar norður úr áfram
í áttina til Parísar. Skutu þeir um hríð á París frá
herstöðvum sínum, án þess þó að af því stafaði
verulegt tjón. Nú varð enn hlé á sókninni um hríö,
en liún liófst aftur i miðjum júlí. Nú var henni beint
austur á bóginn frá Chateau Therry og suður á bóg-
inn hjá Reims og þar fyrir austan. Hreyfingarnar
voru líkar og í Marne-orustunni 1914, og framsóknin
heftist nú, eins og þá, meðfram fyrir sterka árás,
sem gerð var á suðurarm þýzka hersins að vestan,
svo að stöðva varð framsókn hans austurávið vegna
þess. Pað var þegar Ijóst á öðrum eða þriðja degi
eftir að sóknin var byrjuð, að hún hafði mistekist,
og 18. júlí hófst undanhald Pjóðverja í fleyg þeim,
sem þeir höfðu skotið út úr herlínu sinni suður aö
Marne. Litlu 'síðar hófu bandamenn sókn á stöðvun-
um austan við Amiens, og Pjóðverjar hrukku einnig
(66)