Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 109
Notkun síldar.
Aldrei hefir borið meiri nauðsyn til að nota síld
til matar hér á landi, en einmitt nú. Ogrjmni öll ber-
ast á land, en útflutningur mjög takmarkaður. Móts
við næringargildi verður síld ódýrari en flest önnur
fæða, og par að auki holl og góð, og hefir pann stór-
kost, að lítið parf að hafa fj'rir að matreiða hana,
og parf litla og enga suðu (en eldiviður afardýr). í
sjóporpum er oftast hægt að ná í sjófang af einhverju
tægi, en pess verður að gæta, að síld er mjög feitur
fiskur og skiftir pað ekki litlu núna í feitmetisskort-
inum. Engin neyð er að borða brauð viðbitislaust
með síld, (hvort sem luin er soðin ný, eða hún er
söltuð, súrsuð eða reykt).
Margir kvarta um kunnáttuleysi við síldarmatreiðsl-
una, og kann svo að vera, en frekar held ég, að pað
sé viðburðaleysi eða viljaleysi að kenna, að hún er
ekki alment borðuð hér. Par sem ég pekti til erlendis
og síld var borðuð á hverjum einasta degi, var Htið
haft fyrir henni. Var par sölt sild borðuð eins og
hún kom fyrir upp úr saltinu eða lítið afvötnuð, og
pannig etin á hverjum morgni með purru brauði eða
soðnum kartöflum. Hún eykur mjög matarlyst og peir
sem eru vanir henni sakna liennar mjög. En væri
hún svo höfð i aðra rétti, var pað oft fersk síld,
sem matbúin var á ýmsan hátt. Par sem brauð og
kornvara er eins afskaplega dýrt og nú er, væri heppi-
legast að borða mestmegnis jarðepli með sildinni,
enda eiga kartöflur og síld ágætlega saman að öllu
leyti. Síldin er rík af eggjahvítuefni og fitu, en vantar
mjölefnið, en pað hafa jarðeplin i ríkum mæli, og
með pví að borða petta saman fáuin vér vel bland-
aða fæðu.
Þegar matreidd er fersk síld, parf hún helzt að
vera glæný; henni er mjög hætt við skemdum, enda
(81) 6