Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 106
ur landsins. Aðallega má greina milli tveggja belta:
fjörubeltis, frá efsta flæðarmáli að lægsta fjöruborði,
og þarabeltis, þaðan og út á 20 faðma dýpi.
Tegundirnar eru nokkuð mismunandi að gæðuur.
Af þeim tegundum, sem svo mikið vex af, að mikið
má taka á stuttum tíma, eru sölin bezt. F*au vaxa
bæði í fjörubeltinu og þarabeltinu. Bezt er að taka
þau í fjörunni einkum þar sem mikið útfiri er. Er
víða svo mikið af söium, að mjög mikið má taka á
góðri fjöru (stórstraumsfjöru).
Beltispari gengur næst sölvum. Hann er stórvaxinn
og vex einkum í ofanverðu þarabeltinu. Hinar stór-
vöxnu þarategundirnar svo sem Kerlingareyru (eða
þönglaþari) og lirossaþari eru og allgott fóður, og
mjög mikið vex af þeim í þarabeltinu. Bá er Marin-
kjarninn. Hann er lakara fóður en þarategundirnar,
þó hafa menn á honum hina mestu tröllatrú bæði
hér á landi og víðar. Mun það ef til vill koma af
því, að hann ézt vel. Tegund þessi á sér mörg heiti
á Islandi. Helztu nöfnin eru: Marinkjarni (svo skrifar
Eggert Olafsson og þetta nafn hef ég heyrt hér um
bil alstaðar), kjarni, bjalla og murukjarni (fyrir norð-
an). Dr. Jón Hjaltalín skrifar marikjarni. Kjarninn
er hin stærsta þörungategund við strendur íslands
og vex í þarabeltinu liátt og lágt.
Bangtegundirnar, sem vaxa i þangbeltinu í fjörunni,
eru að allra dómi lélegar fóðurtegundir. Eru þær
notaðar í neyð og þykir klóþangið (ætiþangið, állinn
eða álaþangið) einna bezt.
Þörungataka. Sölin er bezt að taka á þurru um
stórstraumsfjöru. Má þá taka þau með höndunum og
safna þeim í poka, á börur, vagn eða i bát eftir því
sem bezt hentar. Parategundirnar er einnig bezt aö
taka um stórstraumsfjöru. Pegar fjaran er mikil má
oft taka efstu þarana á þurru, og neðan við fjöru-
markið má þá einnig skera þarana ofantil i þara-
beltinu t. a. m. með orfi og ljá; er þá bezt að vera
(78)