Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 24
GANGUR TUNGLS OG SÓLAR Á ÍSLANDI.
I þriðja dálki hvers mánaðar og í töflunni á eptir December-
mánuði er sýnt, hvað klukkan er eptir íslenzkum meðaltíma, þegar
tunglið og sólin eru í hádegisstað í Reykjavík. En vilji menn vita,
hvað klukkan sje eptir íslenzkum meðaltíma, þegar tunglið eða sólin
er i hádegisstað á öðrum stöðum á Islandi, þá verða menn að gera
svo nefnda „lengdar-leiðrjetting" á Reykjavíkurtölunni. Verður
hún — 4 mínútur fyrir hvert lengdarstig, sem staðurinn liggur a u s t a r
en Reykjavík, og + 4 m. fyrir hvert lengdarstig, sem staðurinn liggur
vestar en Reykjavík, t. d. á Seyðisfirði — 32 m., á Akureyri —
16 m., á Isafirði + S m. 11. Janúar er tunglið t. d. f hádegisstað i
Reykjavik kl. 8. 26' e. m.j sama kveldið er það þá í hádegisstað á
Seyðisfirði kl. 7.54', á Akureyri kl. 8.10', á Isafirði kl. 8.31', alt
eptir íslenzkum meðaltima.
Á þeim tölum, sem sýna sólarupprás og sólarlag, verða menn
auk lengdar-leiðrjettinganna að gera „breiddar-leiðrjetting." Hún
verður á þeim stöðum, sem liggja 2° og 1° (stigi) norðar en Reykjavik,
sem hjer segir:
22. Jan. 19. Febr. 19. Marts 16. Apr. 14. Mai
2* N. + 24 m. + 10 m. 0 m. + 9 m. + 23 m.
1« N. + 11 m. + 5 m. 0 m. + 4 m. + 11 m-
30. Júli 27. Ag. 24. Sept. 22. Okt. 19. Nóv.
2° N. + 24 m. + 10 m. 0 m. + 9 m. + 23 m.
1° N. + 11 m. “ 5ia. 0 m. 4- 4 m. + 11 m-
°g sýnir þá efra teiknið á undan tölunum sólarupprás, en hið neðra
sólarlagið.
Sem dæmi má taka Akureyri, sem er 1% breiddarstigi norðar
en Reykjavikj *
19. Nóvember í Reykjavik s. u. 9. 10' s. 1. 3.16'
lengdar-leiðrjetting — 16 — 16
breiddar-leiðrjetting +17 — 17
19. Nóvember á Akureyri s. u. 9.11' s. 1. 2.43'
eptir lslenzkum meðaltíma.
Um uppkomu og imdirgöngu tunglsins er alment þetta að segja:
Kringum þann dag, er við stendur í 4. dálki hvers mánaðar „tungl
lægst á lopti“, er tunglið, þegar það er í hádegisstað, nálega i sjálfum
sjóndeildarhringnum. Kringum þann dag, er við stendur „tungl hæst
á lopti“, er tunglið, þegar það er i hádegisstað, hjerumbil 47 stig
fyrir ofan sjóndeildarhringinn. Viku á undan og viku á eptir þessum
dögum er tunglið hjerumbil 26 stig fyrir ofan sjóndeildarhringmn,
þegar það er í hádegisstað, kemur upp i austri 6 stundum áður og
gengur undir i vestri 6 stundum siðar.