Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 105
gang. Þriggja feta þykt moldarlag mun nægja, ef ut-
an á það er látið þang eða heyruddi. •
Pað lánast vel að geyma rófur í gryfjum eða hrúg-
um, ef mold er á milli laga, eins fets þykt rófnalag
og hálfs fets þykt moldarlag til skiftis.
Túrniþs skemmist fljótara en gulrófur, einkum'
hvíta túrnipsið. Hið gula heldur sér lengur en það
hvíta og skyldi þvi frekara geyma það fram eftir
vetrinum.
Hentugt væri að hafa jarðhúskofa á hverjum bæ,
grafinn inn í hól eða brekku. Par væri góður geymslu-
staður fyrir garðávexti.
Væru höfð hólf út til hliðanna, með mold í, á
gólfinu, mætti þar gróðursetja káltegundir og fleiri
jurtir til geymslu fram eftir vetrinum.
Einar Helgason.
Sæþörung'ar til sliepnufóðurs.
Það er skylda allra þeirra, sem eiga skeþnur, að
Láta þeim líða sem bezt. Engri skeþnu iíður vel,
nema fóðrið sé notalegt og holt. Allir skeþnueigendur
eiga því að keþpa að því marki að hafa fóðrið sem
liollast og sem bezt við hæfi hverrar tegundar. En
því miður ber það oft við, að þetta er ekki mögulegt.
A það sér oft stað hér á landi, er grasvöxtur bregst
eða veðrátta er óhagstæð. Verður þá oft að bjóða
skepnunum ýmislegt fóður, sem ekki er litið við í
góðu árunum. Pegar svo stendur á hafa sæþörungar
oft orðið að góðu liði hér á landi. í graslitlum út-
kjálkasveitum er þörungabeit notuð árlega víða á
íslandi.
Teguudir. Þörungagróður er hér mjög mikill við
strendurnar þar sem klappir eru eða grýttur botn.
A sandbotni er enginn gróður. Gróðurinn er mis-
munandi eftir dýpt og liggur í beltum kringum strend-
(77)