Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 98
málanna hefir verið sett undir eftirlit sambandsráðs'
ins og ríkisþingsins. Er nú alt gert af Þjóðverjum til
þess að létta sem mest leiðina til friðar, enda vænta
nú allir hans bráðlega, ef bandamenn verða ekki því
harðari í kröfum. 29. okt. 1918.
Af því að dregist hefur útkoma Almanaksins, en
stórviðburðir hafa gerzt hjá hernaðarþjóðunum síðan
frásögninni var lokið hér á undan, verður að fj'lgja
hér framhald, sem skýrir í fáum dráttum frá enda-
lyktum heimsstyrjaldarinnar miklu.
Voþnahléssamningar voru undirsitrifaðirmillibanda-
manna og Tyrkja 31. okt. í Mudros á Lemnosey, og
skyidu ganga í giidi um hádegi 1. nóv. í þeim samn-
ingum var ílota bandamanna leyfð umferð um sundin
inn í Svartahaf og öll vígin við Dardanellasundið
voru afhent þeim. Einnig var Tyrkjum gert að skila
bandamönnum þá þegar öllum herföngum. Annars
hefur enn eigi verið skýrt frá öllum atriðum samning-
anna. En áður en þetta gerðist höfðu Tyrkir beðið
ósigur fj'rir Englendingum austur við Tigris, skamt
sunnan við Mosul, eftir 6 daga orustu. 13. þ. m. var
floti bandamanna kominn til Konstantinopel.
Um mánaðamótin október-nóvember fór nppreisn-
arástandið í Austurríki-Ungverjalandi með hverjum
degi versnandi. Karl keisari lýsti yfir, að hann legði
niður völd, en svo nefnt »þjóðráð« tók að sér j'fir-
stjórn ríkisins. Verkmanna- og hermannaráð varstofn-
að í Buda-Pest, eftir rússneskri fyrírmynd. Einn af
helztu stjórnmálamönnum Ungverja, Stephan Tisza,
var skotinn á götu þar í borginni 1. nóv. Her Aust-
urríkismanna tók nú einnig mjög að riðlast á ítölsku
vígstöðvunum og hófst lijá honum undanhald, en
ítalir tóku bæði mikið herfang og marga fanga. 29.
okt. bað herstjórn Austurríkismanna um vopnahlé,
en_ nokkra daga stóð á því, að það fengist. Pó voru
samningar um það undirskrifaðir 3. eða 4. nóvember
(70)