Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1919, Blaðsíða 116
sem annaðhvort ætla að rækta ný gulstararengi eða
stækka gulstararengi sín.
Aðferðin til að fá fræ af gulstör er sú að afgirða
blett í gulstararengjunum, og láta störina standa
þangað til fræin eru full-þroskuð, klippa þá öxin af,
geyma þau svo á þurrum stað og þreskja síðar.
Helgi Jóusson.
t
Islendingur i guöatölu.
Eins og vikið er að lauslega í »Ferðaminningum«
mínum (bls. 62—63), kyntist ég í Dresden manni
nokkrum, Jacobsen að nafni. norskum að þjóðerni.
Hann var dýrafræðingur. Hafði hann farið víða um
lönd og höf til að kynnasl lifnaðarliáltum dýra og
viltra manna og safna náttúrugripum og menningar-
menjum frumþjóða. Meðal annars hafði hann ferðast
mjög um nyrzta hluta Norður-Ameríku, kjmt sér
dýralíf þar og dvalið langdvölum meðal Eskimóa og
Indíána þeirra, er þar hafast við. Þegar ég kyntist
þessum manni, var hann umsjónarmaður dýragarðs-
ins í Dresden. Seinna skrifaði ég honum. Var hann
þá í þann veginn að láta af starfi sinu við þennan
dýragarð, en taka við yfirumsjón dýragarðsins í
Hamborg, sem er einn af frægustu og fjölskrúðugustu
dýragörðum heimsins. Bréfið, sem ég fékk frá hon-
um, er nú glatað; ég misti það — ásamt öðru — í
liúsbruna 22. jan. 1910. En það hafði ekki heldur
annað að geyma en staðfesting á sögu þeirri, er
hann sagði mér i Dresden, og engu við hana að bæta.
Sagan var á þá leið, að þegar Jacobsen var á ferð
um norðurhluta Norður-Ameriku, rakst hann þar á
Indíána-kynstofn, sem hélt sig norðarlega í fjall-Iend-
inu í ríkinu British Columbia í Norðvestur-Canada,
ekki all-langt frá Kyrrahafsströndinni, og dvaldist með
honum um hríð. Kynstofn þessi var áður sára-lítiö
(88)