Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 52
34 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þýðingum, sem þeir skáldbræður hans voru kafnir í um þessar mund- ir: “Þess konar þýðingar gera þýð- endunum sjálfum mest gagn með því, að þegar útlendir menn sjá titilblaðið (um annað geta þeir ekki dæmt), þá segja þeir: “Þetta má vera einn helvítis kall, þessi Matt- hías, eða þessi Steingrímur, hann hefir þýtt Shakespeare! En svo er nú einn annar púnktur í þessu máli, sem mig snertir. Um það leyti á þessu stóð með þýðinguna, þá hafði Matthías lofað mér ösku frá Heklu í þremur flöskum, og átti að vera sín úr hverjum stað; eg ætlaði að leita að Díatómeum í öskunni. Svo leið nokkur tími, og þá datt mér í hug, að ef eg dræpi Matthías þá mundi hann drepa mig aftur og senda mér blásýru í flöskunum; en eg mundi halda, að það væri brennivín, og drepa mig á því og kannske fleiri. Það var því ekki annað fyrir en að senda þýðinguna burt með góðu; en öskuna hefi eg aldrei fengið, og mun Matthías muna þetta. Eg hefi nú ekki annað gert, en bjarga mér frá dauða, og án efa fleirum, kannske mörgum mönnum, og þyk- ist eg eiga skilið að fá medalíu fyrir. Það vita og allir, hvað það gildir, ef nokkur þorir að efast um fullkom- legleika þessara skálda, enda smá- skálda, sem nú eru altaf að kvaka, þá er persónuleg óvinátta eða hatur, alt á að vera partiska og öfund, ef ekki er samsinnt öllu þessu lofi, sem hljómar um hina yngri, hversu lítið sem í þá er varið; og svo lofkvæðin og reykelsisfórnirnar fyrir hina eldri, sem altaf eru að kveða, þó þeir í rauninni sé fyrir löngu orðnir ónýt- ir; þeir hafa ekki vit á að hætta, en eru að nudda með eintómar þýðing- ar og standa í að taka á móti lof- kvæðum, afhjúpunar forréttingum, og reykelsisfórnum, — hreppstjór- arnir ættu að kynna sér ritgjörðina í gömlu Félagsritunum um pottösku- brennu af þangi, og Hjaltalín gamli hélt einnig þangbrenslunni fram, og liggur þá beint fyrir að skylda hreppinn á þessum ölturum dýrðl- inganna . . .” En á meðan skáldin og fræði- mennirnir deildu um þýðingarnar sat gamall bóndi norður í Þingeyjar- sýslu og nam ensku til þess að geta lesið Shakespeare á frummálinu. — Það var Tómas Jónsson, bóndi að Hróastöðum, bókvís, en búmaður lít- ill. Um hann gekk þessi saga: “Eitt sinn gengu óþurkar að sumarlagi og hröktust töður manna. Loksins kom þurkur daglangt, þá fór maður einn hjá Tómasi, og var hann þá að þurka bækur sínar í hlaðvarpanum.* En nú víkur sögunni til Eiríks Magnússonar. Hann hefir eflaust ætlað að sýna löndum sínum hvernig þýða ætti Shakespeare rétt og því tók hann sér nú fyrir hendur að þýða Storminn (The Tempest). Er auð- séð, að Othello-deilan hefir hleypt honum af stað. Hann þýddi mest- allann leikinn í september 1883** og sendi hann fyrir jól forseta bók- mentafélagsins,*** en mun hafa * Guðm. Friðjónsson, “Þingeyingar” í Eimr. 1906, 12: 5—27, 112—133. Oarl Kuchler, Geschichte der ísl. Dichtung der Neuzeit (1800—1900) Heft II. Dramatik, Leipzig, 1902 telur (hls. 38) Tómas dáinn um 1880. Hann orti itvö leikrit: Yfirdóm' arinn, og Hallur (ópr.). ** Sbr. bréf fil Stgr. Thorst. 1. okt. 1883 þar í sem sýnishorn IV. akt, 1. sjón- svið. *** Bréf 13. des. 1883.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.