Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 52
34
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þýðingum, sem þeir skáldbræður
hans voru kafnir í um þessar mund-
ir: “Þess konar þýðingar gera þýð-
endunum sjálfum mest gagn með
því, að þegar útlendir menn sjá
titilblaðið (um annað geta þeir ekki
dæmt), þá segja þeir: “Þetta má
vera einn helvítis kall, þessi Matt-
hías, eða þessi Steingrímur, hann
hefir þýtt Shakespeare! En svo er
nú einn annar púnktur í þessu máli,
sem mig snertir. Um það leyti á
þessu stóð með þýðinguna, þá hafði
Matthías lofað mér ösku frá Heklu
í þremur flöskum, og átti að vera sín
úr hverjum stað; eg ætlaði að leita
að Díatómeum í öskunni. Svo leið
nokkur tími, og þá datt mér í hug,
að ef eg dræpi Matthías þá mundi
hann drepa mig aftur og senda mér
blásýru í flöskunum; en eg mundi
halda, að það væri brennivín, og
drepa mig á því og kannske fleiri.
Það var því ekki annað fyrir en að
senda þýðinguna burt með góðu; en
öskuna hefi eg aldrei fengið, og
mun Matthías muna þetta. Eg hefi
nú ekki annað gert, en bjarga mér
frá dauða, og án efa fleirum,
kannske mörgum mönnum, og þyk-
ist eg eiga skilið að fá medalíu fyrir.
Það vita og allir, hvað það gildir, ef
nokkur þorir að efast um fullkom-
legleika þessara skálda, enda smá-
skálda, sem nú eru altaf að kvaka,
þá er persónuleg óvinátta eða hatur,
alt á að vera partiska og öfund, ef
ekki er samsinnt öllu þessu lofi, sem
hljómar um hina yngri, hversu lítið
sem í þá er varið; og svo lofkvæðin
og reykelsisfórnirnar fyrir hina
eldri, sem altaf eru að kveða, þó þeir
í rauninni sé fyrir löngu orðnir ónýt-
ir; þeir hafa ekki vit á að hætta, en
eru að nudda með eintómar þýðing-
ar og standa í að taka á móti lof-
kvæðum, afhjúpunar forréttingum,
og reykelsisfórnum, — hreppstjór-
arnir ættu að kynna sér ritgjörðina
í gömlu Félagsritunum um pottösku-
brennu af þangi, og Hjaltalín gamli
hélt einnig þangbrenslunni fram, og
liggur þá beint fyrir að skylda
hreppinn á þessum ölturum dýrðl-
inganna . . .”
En á meðan skáldin og fræði-
mennirnir deildu um þýðingarnar
sat gamall bóndi norður í Þingeyjar-
sýslu og nam ensku til þess að geta
lesið Shakespeare á frummálinu. —
Það var Tómas Jónsson, bóndi að
Hróastöðum, bókvís, en búmaður lít-
ill. Um hann gekk þessi saga: “Eitt
sinn gengu óþurkar að sumarlagi og
hröktust töður manna. Loksins kom
þurkur daglangt, þá fór maður einn
hjá Tómasi, og var hann þá að
þurka bækur sínar í hlaðvarpanum.*
En nú víkur sögunni til Eiríks
Magnússonar. Hann hefir eflaust
ætlað að sýna löndum sínum hvernig
þýða ætti Shakespeare rétt og því
tók hann sér nú fyrir hendur að þýða
Storminn (The Tempest). Er auð-
séð, að Othello-deilan hefir hleypt
honum af stað. Hann þýddi mest-
allann leikinn í september 1883** og
sendi hann fyrir jól forseta bók-
mentafélagsins,*** en mun hafa
* Guðm. Friðjónsson, “Þingeyingar” í
Eimr. 1906, 12: 5—27, 112—133. Oarl
Kuchler, Geschichte der ísl. Dichtung der
Neuzeit (1800—1900) Heft II. Dramatik,
Leipzig, 1902 telur (hls. 38) Tómas dáinn
um 1880. Hann orti itvö leikrit: Yfirdóm'
arinn, og Hallur (ópr.).
** Sbr. bréf fil Stgr. Thorst. 1. okt.
1883 þar í sem sýnishorn IV. akt, 1. sjón-
svið.
*** Bréf 13. des. 1883.