Hugur - 01.06.2008, Síða 29

Hugur - 01.06.2008, Síða 29
Heimhvörf hnattvæðingar og uppstreymi menninga 27 að húka á jaðrinum innan eigin menningar. William James var nærri sanni þegar hann viðurkenndi í formálanum að Giífordíyrirlestrum sínum að „það virðist eðlilegt fyrir okkur [Bandaríkjamenn] að hlusta meðan Evrópubúar láta móðan mása“,2 nema hvað hann hefði getað talið Asíubúa með Bandaríkjamönnum sem eðlilega áheyrendur evrópskrar heimspeki. Sé byrjað Ameríkumegin við Kyrrahafið þá er alveg rétt, eins og Raymond Boisvert hefúr bent á, að á fyrri hluta tuttugustu aldar nutu amerískir heimspek- ingar virðingar bæði í Evrópu og Asíu en að þegar komið var fram undir síð- ari heimsstyrjöld hafi öll hugsanleg áhrif þeirra verið horfin með öllu, enda þótt heyra mætti stöku kurteislegar tilvísanir til þeirra.3 HarveyTownsend lét eftirfar- andi orð falla um þá stöðu sem amerísk heimspeki hafði í sjálfúm Bandaríkjunum á sínum tíma: Amerísk heimspeki er vanrækt fræðasvið í Ameríku. Þetta má að minnsta kosti að einhverju leyti rekja til lotningarfúllrar auðmýktar gagnvart öllu því sem evrópskt er. Ákalli Emersons og Whitmans til Ameríkana að þeir hugsi eigin hugsanir og syngi eigin söngva er enn sjaldnast svarað. Því hefúr ekki fúUkomlega tekist að sannfæra Ameríkana um að þeir búi yfir eigin sál.4 Rúmum tveim kynslóðum síðar er þessi hlutdrægni enn greinileg. I formálanum að The Oxford History of Western Philosophy (1994), þar sem höfúndar einstakra kafla eru kynntir, skýrir aðalritstjórinn, Anthony Kenny, frá því að „allir höfúnd- arnir tilheyra hinni ensk-amerísku stílgerð heimspeki í þeim skilningi að þeir hafa hlotið þjálfún sína í eða kennt samkvæmt þeirri hefð“. Hins vegar er ekk- ert minnst á ameríska hugsun í meginmáli verksins - þar er engan Edwards, Emerson, Peirce, James eða Dewey að finna. Eina vísunin til einhvers sem kemur frá Ameríku er skráð í atriðisorðaskránni sem „Ameríska byltingin og Burke“. „Thomas Paine“ og Jefferson" eru atriðisorð - en í meginmálinu er aðeins minnst á þann síðari sem „vin Paines". Niðurstaðan virðist vera sú að amerísk heimspeki, jafnvel þegar hún er metin af ensk-amerískum hugsuðum, hafi ekki gegnt neinu markverðu hlutverki við mótun vestrænnar hugsunar. Og raunar eru grunn- og framhaldsnámsleiðir í amerískum háskólum, þar sem unnt er að öðlast rækilega og samfellda þjálíún í réttnefndri amerískri heimspeki, ekki margar. Líkt og í stríði Rússa og Japana forðum, sem háð var alfarið á kínverskri grundu, eru am- erískir háskólar nú landspildan þar sem bardagar um yfirráðasvæði fara fram á milli afla sem eru að langmestu leyti erlend. I þessu tilliti ber þó að nefna að vegið hefúr verið að forræði evrópskrar heim- speki. Á síðastliðnum árum hefúr átt sér stað innri gagnrýni innan vestrænnar fagheimspeki undir merkjum túlkunarfræði, póstmódernisma, nýpragmatisma, 2 Williamjames, Ihe Varietiesof Religious Experience (Cambridge,Mass.: Harvard University Press, 1985), s. u. 3 Sjá Raymond Boisvert,/öi6n Dewey: Rethinking Our Time (Albany: SUNY Press, 1998). 4 HarveyTownsend, PhilosophicalIdeas in the UnitedStates (New York: The American Book Comp- any, 1934), s. 1.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.