Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 58

Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 58
Jón Egill Eypórsson 56 manninum"'4 (þrígröfin li íll „hið viðloðandi/eldur“ að ofan og gen [x „kyrrð/ fjalT að neðan) og 11111 ] jing „brunninum"'5 (kan ijl „hyldýpi/vatn“ að ofan og xun m ,,hið milda/vindur" að neðan) eru myndræn eða hugmyndaleg tengsl við formið vandséð.Jafnvel „Alyktanir skýrðar“ gljcflj Tuan zhuan og „Imyndirnar skýrðar" MijJí Xiang zhuan, þ.e. þær bækur Vœngjanna tíu sem oft veita innsýn í sh'k vandamál, hafa lidu við að bæta. Því er það að túlkunarfræði Breytingaritningarinnar skiptist í tvær aðalgreinar. Annars vegar að leggja áherslu á form línutáknsins og að finna með einum eða öðrum hætti tengsl milli formsins og þeirrar merkingar sem því tengist, þ.e. nafni og graftexta táknsins. Og hins vegar er það sú afstaða að leggja fremur megin- áherslu á þá merkingu sem er að finna í nafni og graftexta og h'ta svo á að tengsl við formið séu í besta falli nokkurs konar aukaverkun sem hefur minna vægi fyrir túlkun. Þetta samspil forms og merkingar endurspeglast í hugtökunum tuan jjg. og xiang fy4 og er ákaflega mikilvægt í fræðunum. Sá hugsunarháttur að leggja áherslu á formið á sér sína helstu fulltrúa á Han- tímabihnu og er sá skóli fræðimanna kenndur við xiangshuyi WMíjjj eða „tákn- ræna stærðfræði Breytinganna“. En hafa ber í huga að flestir fræðimenn telja að tilurð Breytingaritningarinnar hafi verið með þeim hætti að fyrst hafi verið safnað saman rituðum véfréttum og vísdómsorðum úr ólíkum áttum og þau seinna heim- færð upp á h'nu- og grafakerfin. Þykir það skýra fyllilega ósamræmið sem rætt var hér á undan. Ennfremur er sterk tilhneiging hjá seinni tíma fræðimönnum að líta á fræðimenn þessa skóla sem dulspekinga og særingamenn. Hvað sem öðru líður einblíndu fræðimenn sem spáðu í Breytingaritninguna á þessum tíma fullmikið á að finna þessi óræðu tengsl forms og merkingar með þeim afleiðingum að fjöldi geðþóttalegra og langsóttra kenningasetninga er helsta arfleifð þeirra. Á 3. öld e.Kr. er haft eftir Wang Bi: „fífSMlSiÍf • Þegar merking grafsins er gripin má gleyma formi þess.“ Hér má raunar ekki taka orð Wang Bi sem svo að hann hafi ekki litið á formið sem mikilvægt. Hann taldi aðalatriðið felast í því að grípa merkingu út frá forminu, en jafnframt leit hann svo á að formið væri mikilvægt til að grípa merkinguna. Og ennfremur segir hann „orðin", þ.e. graf- og línutextana, vera hjálplega til þess að skilja formið. Með öðrum orðum, form sexgrafsins og texti ritningarinnar eru hvort um sig fyrst og fremst leiðir að því markmiði að komast að hinni dýpri, huldu merkingu grafsins. Það má segja að þessi hugmyndafræði Wang Bi hafi ákvarðað stefnu Breytingafræða í Kína eftir hans dag. Snúum okkur aðeins að hinu merkingarþrungna og torræða táknmáli textans sjálfs, og þá sérstaklega hinna elstu laga textans, graftextanna og línutextanna, sem hefðin eignar Wen konungi og Hertoganum af Zhou. Tokum eitt sérlega torrætt dæmi: sexgraf númer 38 11 j | j | gui Wj „mótlæti" eða ,,augnagot“'6 hefur eftirfarandi línutexta fyrir efsta sæti eða efstu línu grafsins: 14 „Tlie Wanderer“ í þýðingu BaynesAVillielms. 15 „Thc Well“ í þýðingu BaynesAVilhelms. 16 „Opposition" í þýðingu BayncsAVilhelms. Einnig mætti þýða sem „einsamall“ eða „litinn horn- auga“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.