Hugur - 01.06.2008, Síða 71

Hugur - 01.06.2008, Síða 71
Stokkar og steinar Platons 69 2. Platon ogfrummyndir Eins og kemur fram í Ríkinu (479b-d) álítur Platon að skynhlutir séu, eins og hann segir, ekki frekar F en ekki-f7. Astæðan fyrir þessu viðhorfi held ég að sé sú að Platon tekur fyllsta mark á ágreiningi sýndanna. En ég held líka að Platon telji að til sé sá hlutur sem óbrigðullega virðist vera F. Og það þarf ekki að koma á óvart að þessi hlutur er frummynd P’-sins. Þess vegna er frummynd .E-sins þekkj- anleg sem F, og þess vegna er frummynd /^-sins raunverulega F. Til að færa rök fyrir þessari skoðun kanna ég rökfærslu Platons í Fœdoni 74, sem og kafla 1' Rt'kinu og samræðunni Hippías meiriF Líti maður þessum augum á tilkomu frummyndanna hjá Platoni er tvenns að geta. I fyrsta lagi er frummyndakenningin viðbrögð við ágreiningi sýndanna. Við vitum að Platon vissi gjörla af þeim vandkvæðum sem höfðu risið innan heim- spekinnar þegar menn fóru að draga ályktanir af ágreiningi sýndanna. Hann ræð- ir þessi mál í þaula í samræðu sinni um þekkinguna, Þeætetosi. Þar hrekur hann þá tillögu að þekking sé skynjun, eða öllu heldur sýndir okkar, af hvaða tagi sem er. Viðfangsefnið var Platoni ljóslega hjartfólgið. Þegar hann kemur til skjalanna hefur ágreiningur sýndanna sett allt á annan endann; hann gerði það áfram og átti sinn þátt í því að sjálfur skóli Platons, Akademían, varð síðar vígi efahyggj- unnar, en aðrir og yngri skólar, einkum Stóan, skilgreindu og vörðu hugmyndir um mæflkvarða sannleikans í viðleitni til að vinna bug á hvers kyns efahyggju. Platoni stóð stuggur af ágreiningi sýndanna af því hann vefengdi möguleikann á þekkingu, og gróf þess vegna undan sjálfum veruleikanum að svo miklu leyti sem hann er þekkjanlegur. Ef x virðist ýmist vera Teða ekki-/7, þá verðum við að finna aðferð sem gerir okkur kleift að ákveða hvort xsé F eða ekki-T. Platon hélt að shk aðferð væri ekki til. Hann segir að við getum ekki vitað hvort x sé í raun F eða ekki-fy ef x virðist sumum vera F en öðrum ekld-T. Það er á þennan hátt sem ágreiningur sýndanna útilokar þekkingu. Og fyrst öll viðföng skynjunar og skoðunar tilheyra hópi sýnda sem greinir á, þá er ekki til nein þekking á viðfangi skynjunar og skoðunar. En þar sem Platon heldur að hlutur sé raunverulegur ef og aðeins ef hann er þekkjanlegur, þá ályktar hann að hann sé ekki raunverulegur ef hann er ekki þekkjanlegur. Þess vegna eru skynhlutir ekki raunverulegir; það er enginn raunveruleiki á bak við sýndina." Hér sjáum við hvers vegna það er freistandi að kynna til sögunnar frummyndir: aðeins frummyndir eru þekkjanlegar og því eru aðeins þær raunverulegar. Ástæð- an sem Platon tiltekur fyrir þekkjanleika frummynda er þessi: þær birtast okkur á ákveðinn hátt, nefnilega þannig að þær virðast óbrigðuhega vera eins; þær verða ekki ágreiningi sýndanna að bráð. Þess vegna, segir Platon, eru þær þekkjanlegar. Og hér komum við að hinu aðalatriðinu, sem skýrir hvernig Platon telur þetta mögulegt. Þetta atriði átti eftir að valda Platoni töluverðum erfiðleikum og kosta nokkrar 10 Ekki hefur verið ritað mikið um frummyndakenningu Platons á íslensku; ítarlegustu umræðuna má finna hjí Eyjólfi Kjalari Emilssyni (1991) og (1992). n Um áþekkt viðhorf til Platons, sjá Frede (1988:50).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.