Hugur - 01.06.2008, Síða 152
15°
Björn Þorsteinsson
sannarlega alsælt yfir því að hafa fengið jarðarberjaköku í svanginn, eða hvort
sælan sem barnið virtist sannarlega finna til hlytist framar öðru af því að gleðja
foreldrana. (Við ættum að leiða hugann að þessu næst þegar við bjóðum barni
ís - hvers vegna veldur það okkur gremju að barnið hafni boðinu?) Með orðalagi
Lacans kemur hér til sögunnar ný og ef til vill ógnvekjandi staðreynd: löngun mín
er alltaf að einhverju marki löngun hins. Að tala um hreina löngun sem sprottin
er að fullu og öllu úr eigin brjósti - hreinræktaða löngun, heimabakaða og heima-
tilbúna - er ekkert annað en blekking. Einstaklingurinn, eða sjálfsveran eins og
Lacan kýs heldur að kalla það, er klofinn allt frá inngöngu sinni í merkingarheim-
inn (sem Lacan nefnir einnig svið hins táknræna).
* * *
Nú er mál að flétta saman þræði og fá botn í málið. Þegar að er gáð kemur í ljós
að lýsing Lacans á því hvernig þráin brotnar upp, hvernig sjálfsveran klofnar og
verður alltaf í senn innhverf og úthverf, hvernig hún er í senn „hérna inni“ og
„þarna úti“ — er ekkert annað en kenning Hegels um nei-kvæðið (þann eiginleika
mannsins að kveða nei við því sem við blasir) í nýjum búningi. Við minnumst
þess að við skilgreindum umrætt neikvæði hjá Hegel sem þann eiginleika sem
greindi menn frá dýrum. Þessi sami eiginleiki snýr aftur í kenningu Lacans um
löngunina. Dýr hafa, að mati Lacans, ekki langanir á sama hátt og menn; þau hafa
að vísu hvatir, en þau skortir þá yfirvegun, meðvitund eða „refleksjón" sem þarf til
þess að um réttnefnda (mannlega) löngun sé að ræða. Til að varpa ljósi á þennan
greinarmun og þessar hliðstæður skulum við leita fanga hjá slóvenska heimspek-
ingnum Slavoj Zizek, sem skrifar í bók sinni Óraplágunni um „miður geðslega
reynslu sem flestir kannast við“:
[...] í miðjum kh'ðum við áköf kynmök er hægt að „aftengjast" allt í einu
- skyndilega vaknar spurningin: „Hvað er ég að gera hérna, bullsveittur
við þessi bjálfalegu endurteknu tilþrif?"; nautnin getur breyst í viðbjóð
eða undarlega firrð.34
Meginatriðið sem hér er í húfi er þetta: dýr eru ekki fær um þessa skyndilegu
meðvitund, þessa „undarlegu firrð" sem eyðileggur algleymið og unaðinn. Og
vandinn er sá, hinn ofur-mannlegi vandi, að þetta getur alltaf gerst og gerir ekki
boð á undan sér. Á þennan hátt er meðvitundin böl mannsins - hún skyggir á
hina beinu, hreinu og milliliðalausu reynslu af hlutnum sjálfum, í þessu tilfelli
kynferðislegri nautn. Jafnframt sést að í þessum skilningi er ekkert mannlegra en
að flækja nautnina. Og nú skulum við ganga hreint til verks, í beinu framhaldi, og
takast á við þá k'fseigu og á margan hátt óþolandi spurningu sem varðar meinta
náttúru og ónáttúru þess hvernig kynmök eru stunduð. Ættum við kannski að
„gangast við glæpnum" og fallast á að það eina sem sé náttúrulegt við kynlíf sé
(líffræðilegt) æxlunarhlutverk þess? Að kjarni þess, upphaf þess og endir, nátt-
lírulegur tilgangur þess, er sá einn að viðhalda tegundinníi Eg ætla ekki að svara
34 Zizek, Óraplágan, s. 175.