Hugur - 01.06.2008, Side 160

Hugur - 01.06.2008, Side 160
158 Giinnar Harðarson sínu fyrir lesandann, en lætur þar við sitja. Lesandinn tekur við því og leiðir það til fykta, skapar það með skilningi sínum, ímyndunarafli og tilfinningum. Hann fellst af frjálsum vilja á að trúa sögunni og allar upplifanir lesandans við lesturinn eru einhvers konar tilbrigði við þetta frelsi hans. Rithöfundurinn höfðar til frelsis lesandans, en á móti viðurkennir lesandinn að höfundurinn hafi verið frjáls að því að skrifa verkið með þeim hætti sem það hefiir verið gert. Milli þeirra ríkir trún- aður, verkið er í senn krafa og gjöf, samkomulag um gagnkvæma viðurkenningu á frelsi, samræmi milli hins huglæga og hlutlæga. Yfir þessum hugleiðingum Sartres svífiir einhver kantískur siðferðilegur andi. Hann kemur berlega í ljós þegar Sartre heldur því fram að þótt bókmenntir og siðferði séu tvennt ólíkt, þá megi samt greina hið siðferðilega skylduboð við upp- sprettu listaverksins: „Sá sem skrifar viðurkennir frelsi lesenda sinna með því einu að ómaka sig við að skrifa. Og sá sem les viðurkennir frelsi rithöfundarins með því einu að opna bókina. Því staðfestir listaverkið, hvernig sem á það er litið, að frelsi mannanna sé treystandi." Verkið skilgreinir Sartre sem „sviðsetningu heims- ins fyrir atbeina ímyndunarinnar að því leyti sem hann krefst mannlegs frelsis" (bls. 47) og góð skáldsaga er „krafa og gjöf‘ (46). „Hvort sem rithöfundurinn er ritgerðahöfimdur, pistlahöfundur, ádeiluhöfundur eða skáldsagnahöfundur, hvort sem hann talar aðeins um ástríður einstaklingsins eða ræðst á allt þjóðfélagið, hefur hann sem frjáls maður er ávarpar frjálsa menn aðeins eitt viðfangsefni: frclsið." (48)® Máli sínu til stuðnings tekur Sartre dæmi af rithöfundinum Drieu la Rochelle, sem var einn þeirra sem starfaði með nasistum á styrjaldarárunum og segir frá því þegar hann hafði tekið að sér að ritstýra tímariti á þeirra vegum. Hvað svo sem Drieu la Rochelle skrifaði í tímaritið, þá svaraði honum enginn. Hann náði ekki sambandi við lesendur sína, enda var enginn frjáls til að svara honum. „Að lokum þagnaði hann, keflaður af þögn annarra“, segir Sartre (48) og bætir því við stuttu seinna að list hins óbundna máls sé nátengd lýðræðinu, því að lýðræðið sé sú stjórnskipan þar sem óbundið mál hafi einhverja merkingu. Og hann telur að þar geti komið að ekki dugi að verja lýðræðið með pennanum einum heldur þurfi að grípa til annarra ráðstafana. * * * Áðan var minnst á hinn kantíska siðferðilega þráð í greiningu Sartres á lestri: Bókmenntir krefjast frelsis rithöfúndar og lesanda og þegar rithöfúndurinn skrif- ar velur hann frelsi sjálfs sín og jafnframt allra annarra. Rithöfúndurinn er því skuldbundinn til að verja frelsið. En Sartre spyr í framhaldinu, í þriðja kaflanum, hvort hann eigi að verja hugsjónina eða frelsi hversdagsins. I stað þess að líta á rithöfúndinn og lesandann í ljósi hins verufræðilega frelsis, eins og Sartre gerði í fyrsta kaflanum, lítur hann nú á þá í ljósi aðstæðna þeirra, hinna hversdagslegu og raunverulegu lífsskilyrða, þ.e.a.s. út frá sögulegri og félagslegri nauðsyn. Spurn- ingin er: Fyrir hvern skrifar rithöfúndurinn? Sartre nálgast spurninguna með því 8 Tilvísanirnar til blaðsíðna eiga við enska þýðingu Bernards Freclitman sem áður er getið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.