Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 160
158
Giinnar Harðarson
sínu fyrir lesandann, en lætur þar við sitja. Lesandinn tekur við því og leiðir það
til fykta, skapar það með skilningi sínum, ímyndunarafli og tilfinningum. Hann
fellst af frjálsum vilja á að trúa sögunni og allar upplifanir lesandans við lesturinn
eru einhvers konar tilbrigði við þetta frelsi hans. Rithöfundurinn höfðar til frelsis
lesandans, en á móti viðurkennir lesandinn að höfundurinn hafi verið frjáls að því
að skrifa verkið með þeim hætti sem það hefiir verið gert. Milli þeirra ríkir trún-
aður, verkið er í senn krafa og gjöf, samkomulag um gagnkvæma viðurkenningu á
frelsi, samræmi milli hins huglæga og hlutlæga.
Yfir þessum hugleiðingum Sartres svífiir einhver kantískur siðferðilegur andi.
Hann kemur berlega í ljós þegar Sartre heldur því fram að þótt bókmenntir og
siðferði séu tvennt ólíkt, þá megi samt greina hið siðferðilega skylduboð við upp-
sprettu listaverksins: „Sá sem skrifar viðurkennir frelsi lesenda sinna með því einu
að ómaka sig við að skrifa. Og sá sem les viðurkennir frelsi rithöfundarins með
því einu að opna bókina. Því staðfestir listaverkið, hvernig sem á það er litið, að
frelsi mannanna sé treystandi." Verkið skilgreinir Sartre sem „sviðsetningu heims-
ins fyrir atbeina ímyndunarinnar að því leyti sem hann krefst mannlegs frelsis"
(bls. 47) og góð skáldsaga er „krafa og gjöf‘ (46). „Hvort sem rithöfundurinn er
ritgerðahöfimdur, pistlahöfundur, ádeiluhöfundur eða skáldsagnahöfundur, hvort
sem hann talar aðeins um ástríður einstaklingsins eða ræðst á allt þjóðfélagið,
hefur hann sem frjáls maður er ávarpar frjálsa menn aðeins eitt viðfangsefni:
frclsið." (48)®
Máli sínu til stuðnings tekur Sartre dæmi af rithöfundinum Drieu la Rochelle,
sem var einn þeirra sem starfaði með nasistum á styrjaldarárunum og segir frá
því þegar hann hafði tekið að sér að ritstýra tímariti á þeirra vegum. Hvað svo
sem Drieu la Rochelle skrifaði í tímaritið, þá svaraði honum enginn. Hann náði
ekki sambandi við lesendur sína, enda var enginn frjáls til að svara honum. „Að
lokum þagnaði hann, keflaður af þögn annarra“, segir Sartre (48) og bætir því við
stuttu seinna að list hins óbundna máls sé nátengd lýðræðinu, því að lýðræðið sé
sú stjórnskipan þar sem óbundið mál hafi einhverja merkingu. Og hann telur að
þar geti komið að ekki dugi að verja lýðræðið með pennanum einum heldur þurfi
að grípa til annarra ráðstafana.
* * *
Áðan var minnst á hinn kantíska siðferðilega þráð í greiningu Sartres á lestri:
Bókmenntir krefjast frelsis rithöfúndar og lesanda og þegar rithöfúndurinn skrif-
ar velur hann frelsi sjálfs sín og jafnframt allra annarra. Rithöfúndurinn er því
skuldbundinn til að verja frelsið. En Sartre spyr í framhaldinu, í þriðja kaflanum,
hvort hann eigi að verja hugsjónina eða frelsi hversdagsins. I stað þess að líta á
rithöfúndinn og lesandann í ljósi hins verufræðilega frelsis, eins og Sartre gerði í
fyrsta kaflanum, lítur hann nú á þá í ljósi aðstæðna þeirra, hinna hversdagslegu og
raunverulegu lífsskilyrða, þ.e.a.s. út frá sögulegri og félagslegri nauðsyn. Spurn-
ingin er: Fyrir hvern skrifar rithöfúndurinn? Sartre nálgast spurninguna með því
8 Tilvísanirnar til blaðsíðna eiga við enska þýðingu Bernards Freclitman sem áður er getið.