Hugur - 01.06.2008, Page 166

Hugur - 01.06.2008, Page 166
164 Ritdómar umfjöllun hérlendis að efna til samræðu milli íslenskra heimspekinga um hugsun eins höfundar eins og hér er gert. Tvær fyrstu greinar bókarinnar takast á við rök með og á móti siðfræðinni sem sett er fram í Nytjastefnunni. Vilhjálm- ur Arnason heldur úr hlaði með hug- leiðingum um rökstuðning Mills fyrir nytjalögmálinu svonefnda, að siðferðilegt gildi athafnar ákvarðist af þeirri almennu hamingju sem hún hefur í för með sér og engu öðru. Eins og Vilhjálmur bendir á er „sönnun“ Mills tæpast sannfærandi enda leggur Mill mikla áherslu á að gera nytjalögmálið að lífsreglu fólks með inn- rætingu fremur en röklegri sönnun. Vil- hjálmur ber þetta saman við hugmyndir Kants og Aristótelesar um siðferðilega innrætingu og úr verður ágætur inn- gangur að þessum þætti í hugsun Mills. Á einum stað hefði textinn þó mátt vera aðgengilegri því lesandi sem ekki þekkir vel til skilur trauðla hvað átt er við með „sköpun sem á rætur í ráðagerð um leiðir til að framleiða hluti mönnum til gagns eða ánægju." (19) Kristján Kristjánsson er á kunnugleg- um slóðum þegar hann tekst á við þekkta áskorun til siðfræði Mills, nefnilega hvort nytjastefnan geti gert fúllnægjandi grein fyrir rétdæti og verðskuldun. Nytjastefn- an er oft sökuð um að vilja fórna á altari hamingjunnar grunngæðum á borð við það að verðskulda eitthvað. Það sést vel að Kristján er í grein sinni að „hugsa með Mill“, því lausn hans er mjög í anda hans: Verðskuldun sé grunngæði sem stuðli að hamingju, en henni verði alltaf hægt að fórna fyrir önnur slík grunngæði ef það hámarkar hamingjuna. Umfjöllun um Frelsið hefst með grein Sigurðar Kristinssonar um „frelsisvernd- arreglu“ Mills, en samkvæmt henni má aðeins skerða frelsi annars ef það kem- ur í veg fyrir að gerandinn valdi öðrum meini. Greinandi og skipuleg yfirferð Sigurðar um rök Mills leiðir í ljós að þau byggja á tveimur hugmyndum um einstaklingseðlið (e. individuality) sem Sigurður telur að Mill blandi á stundum saman í rökfærslu sinni. Greining Sig- urðar á heimspeki Mills er prýðileg en verr tekst að mínum dómi til í umfjöll- uninni um túlkun frelsisverndarregl- unnar þar sem Sigurður færir rök fyrir því að reglan verndi „heldur minna frelsi en ætla mætti við fyrstu sýn“. (40) Þessi hluti greinarinnar er mjög stuttur og eftir lesturinn er lesandinn lidu nær um hvað tryggð við frelsisverndarregluna felur í sér í samfélagi þar sem tekist er á um áfengislöggjöf, fóstureyðingar, sjálfsmorð og fleiri aðkallandi siðferðileg álitamál af þessu tagi. Umfjöllun Sigurðarum frelsisverndar- regluna er í raun einnig ofaukið því Mik- ael M. Karlsson kafar mun dýpra í sama efni annars staðar í bókinni, án þess þó að heimspekingarnir tveir eigi í samræð- um sín á milli. Sigurður tekur raunar upp nafngift Mikaels á frelsisverndarreglunni (39) en þess utan minnist hvorugur á fyrirlestur hins. Þó er viðfangsefni Mik- aels einmitt líka að spyrja hvers konar og hversu mikið frelsi reglan heimilar, eða eins og Mikael orðar það í fyrirsögninni: „Er nýfrjálshyggja í anda Johns Stuarts Mill?“. Mikael bendir á að samkvæmt Mill gerum við öðrum mein ef við skerð- um getu hans til að leita hamingjunnar, þar á meðal með því að láta ógert að gefa honum tækifæri á menntun, heilbrigð- isþjónustu og fleira af því tagi. Menn geta líka gert öðrum mein með því að eiga of mikið, t.d. allan mat í heiminum, því það skerðir getu annarra til að leita hamingjunnar. Af ástæðum sem þessum er nýfrjálshyggjan, að dómi Mikaels, alls ekki í anda Mills og frelsisverndarreglu hans. Svavar Hrafn Svavarsson fer aðra leið í umfjöllun sinni um Frelsið. Svavar ræðir um tvö lykilhugtök Fre/sisins, málfrelsi og sjálfræði í lýðræðissamfélagi, með því að setja hugmyndir Mills í samhengi við lýðræðishugmyndir Forn-Grikkja. Guðmundur Heiðar Frímannsson held- ur áfram þar sem frá var horfið í grein
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.