Hugur - 01.06.2008, Síða 167

Hugur - 01.06.2008, Síða 167
Ritdómar 165 Svavars með því að kynna okkur fyrir hugmyndum Mills um fyðræði, sér- staklega þá gerð þess sem við búum við í dag, fiilltrúastjórn. Greinar Svavars og Guðmundar eru báðar sögulegar, með fróðlegar vísanir í allar áttir, og því ekki ósvipaðar grein Gunnars Harðarsonar um áhrif Mills á íslenska heimspekinga og aðra hugsuði hérlendis. I þeim þremur greinum sem hér á eftir að nefna fjalla Sigríður Þorgeirs- dóttir, Róbert H. Haraldsson og Salvör Nordal um Kúgun kvenna, hið fræga kvenréttindarit Mills. Olíkt mörgum samtímamönnum sínum sá Mill ójafna stöðu kynjanna sem það ranglæti sem það var og er auðvitað enn. Róbert færir rök fyrir því að þvert á hugmyndir sumra póstmódernískra femínista standi Mill á traustum grunni heimspekihefðarinnar í gagnrýni sinni á feðraveldið og kynja- misréttið í samfélaginu. Hér beinir Ró- bert spjótum sínum að þeim sem halda því fram að heimspekihefð Vesturlanda standi róttækri kvenfrelsisbaráttu bein- línis fyrir þrifum, til dæmis vegna þess að tvískipting á borð við greinarmuninn á hinu andlega (formi) og hinu líkamlega (efni) feli í sér aðgreiningu sem rétdæti misrétti. Róbert færir fyrir því rök að femínistinn Mill sé ekki í uppreisn gagn- vart heimspekihefðinni, heldur styðj- ist hann við hana og gerir þannig til að mynda skýran greinarmun á rökum og tilfinningum, náttúru og venju. Sigríður Þorgeirsdóttir tekst á við spurningu sem Róbert lætur vísvitandi ógert að svara, þ.e. hvort Mill takist að byggja femínismann á heimspekihefð- inni einmitt vegna þess að kvenréttinda- barátta hans sé í reynd íhaldssöm, eða í það minnsta íhaldssamari en róttækir femínistar ættu að sætta sig við. (129, sjá 131, aftanmálsgr. 10) Því ef Mill er í raun íhaldssamur femínisti er kannski lítið unnið með því að eltast við þá heim- spekihefð sem elur af sér slíka íhalds- semi. Þótt Sigríður komist ef til vill ekki að neinni niðurstöðu í grein sinni um róttækni Mills er greinin skemmtileg af- lestrar og áhugaverð, ekki síst vegna þess að Sigríður tengir umfjöllunarefnið við áþreifanleg og alkunn álitamál, til dæmis eðli kláms. Salvör Nordal hrósar Mill fyrir að setja „fingurinn á rót vandans", sem hún tel- ur vera að finna í samskiptum kynjanna, þar á meðal í hjónabandinu, frekar en í valdastofnunum samfélagsins. (143) Þannig svipar sjónarhorni Salvarar til þess sem Sigríður hefiir eftir Mörthu Nussbaum, nefnilega að afrek Mills felist í því að hafa fært kynjabaráttuna frá víg- velli stjórnmálanna inn á heimilin, meðal annars með því að yfirfæra hugmyndina um kúgandi stjórnvald yfir á svið einka- lífsins og gagnrýna valdaójafnvægi inni á heimilum ekki síður en í hinu opinbera lífi. En hin róttæka og ögrandi skoðun Mills og Nussbaums missir að mínu áliti kraftinn í höndum Salvarar, sem ólíkt þeim fyrrnefndu heldur sig að mestu við hið almenna og óhlutbundna. John Stuart Mill var heimspeking- ur þessa heims, en fékkst ekki við að skilgreina fullkomið ástand í öðrum mögulegum heimum. Nytjastefna hans er stefna um það hvernig við eigum að hegða okkur hér í þessum heimi, þar sem allir sækjast í reynd eftir hamingju að mati Mills; frelsisverndarreglan gildir líka í þessum heimi þar sem reglan stuðl- ar samkvæmt Mill að mestu mögulegu hamingju í samræmi við nytjalögmálið; og rök hans fyrir kvenréttindum ganga líka út á að leysa vandamál þessa heims þar sem réttindi kvenna eru í raun og veru forsenda þess að þær geti notið sín til fulls og gagnist um leið samfélaginu öllu. I þessu felst ekki bara augljós raunhyggja heldur líka vilji til að koma á umbótum hér og nú, þar scm þeirra er þörf. Ekki má gleyma því að Mill leit ekki aðeins á skrif sín sem heimspekilega undirstöðu slíkra umbóta heldur voru skrifin ekki síður framlag hans til þess að raungera umbæturnar. Umbótavíddin í hugsun Mills brýst
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.