Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 17
Dr. jur. Björn Þórðarson:
Sjálfstæðismálið er ævarandi
RÆÐA FLUTT í ÚTVARP 1. DES. Á KVÖLDVÖKU STÚDENTAFÉLAGS REYKJAVÍKUR
GóSir áheyrendur.
Stúdentafélagið hefur fengið mér það
hlutverk að segja eitthoað um sjálf-
stæðismáliÖ núna á kvöldvökunni. Þið
heyriÖ á þessu, að mér ekki markaÖur
básinn, því að sjálfstæÖismáliÖ er ærið
víðtækt hugtak. ÞaS tekur yfir verksvið
hvers þjóðfélagsþegns, og hverogeinn,
sem með starfi sínu rækir skyldur sínar
við þjóðfélagið, er virkur aðili að lausn
sjálfstæðismálsins. En sjálfstæðismál-
ið er ekkert dægurmál, það varS ekki
til í ár, ekki í fyrra eða hittiðfyrra, og
það verÖur ekki á enda kljáð í ár eða
næsta ár, því að máliÖ er ævarandi úr-
lausnarefni þessarar þjóðar, svo lengi
sem hún kannast við sjálfa sig sem sér-
staka þjóð.
En viðfangsefnin eru misjöfn á hverri
líÖandi stund. Þau eru þessi í ár og
önnur næsta ár og svo framvegis.
Nú verð ég að takmarka þetta spjall
mitt, í þessar fáu mínútur, við einhver
ákveðin atriði þessa mikla máls og það
innan þeirra takmarka, sem lagt er í
orðið sjálfstæðismáliS, samkvæmt hin-
um almenna, venjulega skilningi, það
er um rétt þjóðarinnar til að stýra mál-
um sínum án íhlutunar annarrar þjóð-
ar, yfirþjóðar.
Ef maður lætur hugann hvarfla aft-
ur í tímann og spyr: Hvenær var fyrsta
skrefiÖ stigið með lagasetningu í átt-
ina til hins endurborna sjálfstæðis
þjóðarinnar, þá held ég, að svara eigi
því, að það var með þeim sömu lög-
um, sem lögðu niÖur najriiS Alþingi
áriS 1800. Ég segi nafniÖ, því að Al-
þingi var í reyndinni dautt áður.
Landsyfirrétturinn var fyrsta skrefiÖ
í sjálfstæSismáli voru.
ÞjóSin hafði eignazt stofnun, sem
hún almennt treysti, og reyndin varð
sú, er tímar liðu, að þjóðin gerði þenn-
an dómstól í verki að úrslitadómstóli,
því að síðustu 30 árin, sem hann starf-
aði, var málskot frá honum sem næst
aðeins eitt einkamál á ári aS meSal-
tali.
Ég ætla að stikla á stóru í annálum
sjálfstæÖismálsins og læt mér nægja
að nefna þessi ártöl: 1845 — 1854 —
1874 — 1904, sem allir hlustendur vita,
hvaða viÖburÖir í sögu vorri eru viS-
tengdir, og loks 1. desember 1918. Þá
var sjálfstæðisbaráttunni gagnvart
Dönum lokið. SíSan hafa engar hömlur
frá þeirra hliÖ staðið í vegi fyrir því,
að sjálfstæði vort gæti eflzt og stjórn-
málagáfa vor notið sín.
Ég ætla ekki að segja sögu hinna
liðnu 24 sjálfstæÖisára, en það muna
þeir, sem orðnir eru miðaldra, að ár-
in 1920—1923 horfði xskyggilega um
fjárhagsafkomuna. En úr þessu rættist.
Ríkinu tókst að fá lán, stórt lán í Bret-
landi, og önnur smærri, svo að vér
gatum flotið áfram, þangað til höppin
komu. Ægir var gjöfull og sjómenn
vorir dugmiklir og fengsælir. Sjálf-
stæðinu varð bjargað á einu veltiári.
Þá höfðum vér einnig um skeið traust-