Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 18

Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 18
296 HELGAFELL an og vitran mann, sem fór með fjár- málin og lagði meira kapp á — eins og sagt var um einn af vorum gömlu og góðu biskupum — að gera allt sem bezt en að tala flest, þótt hann vseri einnig ríkulega þeirri gáfu gæddur. — Næstu árin aflaðist vel, en eyddist þó meira, og árið 1930 komumst vér á tind bjartra vona og algleymisfagnað- ar og nutum sjálfstæðisins. Á árinu tókst oss að fá 10 milljón króna brezkt lán. Nú vitjaði heimskreppan einnig ís- lands, og fleiri útlendir viðburðir höfðu illt í för með sér fyrir hag þjóðar og ríkis. Er þar skemmst af að segja, að allan 4. áratuginn, þar til núverandi styrjöld hófst, var sá talinn þarfastur þjóðfélagsborgari og nýtastur stjórn- málamaður, sem drýgstur var í því að útvega ríki og þjóð útlend lán. í árs- lokin 1939 skulduðu ríki og bæjarfélög milli 80 og 90 milljónir króna. En það voru fleiri ríki en konungs- ríkið ísland, sem áttu við fjárhagsörð- ugleika að etja á þessum árum, og vil ég minna hér á eitt dæmi, þótt það muni vera mörgum hlustendum kunn- ugt, það er Nýfundnaland. Það er elzta nýlenda Breta, en hafði unnið sig upp og var orðið samveldisland. Fiskveiðar eru aðalatvinnuvegur, en þar eru margar landsnytjar, sem eru vel fallnar til spákaupmennsku. Á- hrifa vestrænna auðfélaga gætti mjög í landinu. Innlendu stjórnmálaforingj- arnir voru á hinu leitinu og yfirbuðu hver annan í framfaraáhuga og lofuðu fólkinu ríkulegum umbótum, vitanlega á kostnað landssjóðsins. Um þessa stjórnmálaforingja, á velmaktarárum þeirra, sagði einn mikils háttar brezkur ráðherra: ,,Þeir eru þverhausar, sem leika hlutverk sitt án nokkurrar ábyrgð- artilfinningar, af því að þeir vita, að þjóðin hefur Stóra-Bretland að bak- hjarli.“ Þessi orð sönnuðust síðar. Stjórn- málaforingjarnir runnu skeiðið á enda. Sjóðir landsins voru tæmdir og meira til. Þjóðin leitaði á náðir móðurlands- ins og fal sig forsjá þess. Sjálfstjórn og sjálfstæði var glatað. Landinu stýrir nú stjórnarnefnd á einræðisvísu. Hvort þjóðin öðlast nokkurn tíma aftur fjár- ræði og lögræði, því sker tíminn úr. Þetta er saga lítillar þjóðar, sem á sömu árunum og vér kleif upp bratta sjálfstæðisins. Lék sér þar um stund, hrapaði og varð örkumla og ósjálf- bjarga. Ég sagði áðan, að sjálfstæðisbarátt- unni gagnvart Dönum hefði verið lok- ið 1918, því að eftir það bjuggu báðar þjóðirnar við samning sín í milli, og sambúðin reyndist misfellulítil eða jafnvel misfellulaus. En samt hafði því verið yfirlýst af vorri hálfu, að samningurinn yrði ekki endurnýjaður. En þótt svo væri, var það sjálfsagt mál, enda svo ráð fyrir gert í samn- ingnum sjálfum, að viðræður ættu sér stað milli þjóðanna um skipan mála þeirra í milli, að samningstímabilinu loknu. Báðum þjóðum var ljóst, og öll- um er ljóst, að minnsta kosti hér í landi, að semja þurfti og semja þarf um margs konar hagsmunamál, sem hvor þjóðin átti og á innan umdæmis hinnar. En áður en hafizt væri handa í þessu efni, var Danmörk hernumin 9. apríl 1940. Sambandinu milli ís- lands og Danmerkur var slitið í verki með ofbeldi af hálfu erlendrar þjóðar. Danmörk gat ekki rækt samnings- skyldur sínar gagnvart íslandi, og konungurinn ekki innt af hendi hið konunglega starf sitt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.