Helgafell - 01.12.1942, Side 19

Helgafell - 01.12.1942, Side 19
SJÁLFSTÆÐISMÁLIÐ ER ÆVARANDI 297 Hér þurfti skjótra aðgerða af vorri hendi, enda fal Alþingi næsta dag, 10. apríl, ráðuneytinu að fara með konungsvaldið að svo stöddu og ákvað enn fremur, að ísland tæki í sínar hendur að öllu leyti meðferð utanrík- ismálanna. Með lögum 16. júní 1941 var kon- ungsvaldið falið í hendur ríkisstjóra, og utanríkismálunum var skipað með lögum 27. sama mánaðar. Þessi skipan helzt enn og er hlið- stæð því, er á sér stað í öðru ríki hér í álfu, Ungverjalandi, sem er konungs- ríki, en ríkisstjóri fer með konungs- valdið síðan fyrir heimsstyrjöld. Um seimbandsmálið var lítið rætt opinberlega eftir 10. apríl og til árs- loka 1940. í ársbyrjun 1941 létu raddir til sín heyra um það, að Alþingi það, sem þá kom saman, ætti að lýsa yfir því, að sambandssáttmálinn væri úr gildi fallinn vegna vanefnda af hálfu Danmerkur, og að konungssambandið væri einnig fallið niður og því slitið. Nokkrir forystumenn stjórnmála- flokkanna rituðu greinar í blöðin um afstöðu sína til málsins, og mun hlust- endum það í fersku minni, hvað hver þeirra um sig lagði til málanna. Stefn- urnar voru aðallega tvær: aðrir vildu láta Alþingi þá þegar lýsa yfir rofi sambandsins við Danmörku og kon- ung, það er fara hina svonefndu „hraðZe/ð“, sem einnig var nefnd ,,á- hœttuleið“, en hinir fara „hægfara- leiðina'1, „áhættulausu leiðina", það er að láta sér nægja um sinn að lýsa yfir því, að íslendingar mundu ekki semja á ný, heldur væru samningsslit hið endanlega markmið eftir árið 1943, nema nauðsyn bæri til að gera þau gildandi fyrr. í þessum umræðum kom það upp, að brezka stjórnin hafði látið sendi- herra sinn hér skýra íslenzku stjórn- inni frá því áliti hennar, að ráð/egra vœri að fara hœgfara leiSina. Aðgerðir Alþingis í málinu urðu þessar: Hinn 17. maí 1941 ályktaði Alþingi að lýsa yfir þessu tvennu: í fyrsta lagi: að það teldi ísland hafa öðlazt rétt til fullra sambandsslita við Dan- mörku, sökum vanefnda Danmerk- ur á sambandssamningnum frá 1918. í öðru lagi: að af íslands hálfu verði ekki um að ræða endurnýjun á sambandslaga- sáttmálanum, þótt ekki þyki tíma- bært vegna ríkjandi ástands að ganga frá formlegum sambandsslit- um og endanlegri stjórnarskipun rík- isins, enda verði því ekki frestað lengur en til styrjaldarloka. Ég skal ekki fjölyrða um þessa þings- ályktun, en aðeins benda á það, að Alþingi taldi ísland hafa rétt til að fara hraðleiðina, sem ég nefndi áðan, en fyaus að fara hana ekki, taldi það ótímabært vegna hins ríkjandi ástands að ganga frá formlegum sambandsslit- um og endanlegri stjórnarskipun ríkis- ins og þessu mætti fresta til styrjald- arloka. í þessum málum stóðu þá sakir þanm ig í lok júnímánaðar 1941 : Lög höfðu verið sett um ríkisstjóra íslands, sem fer með það vald, sem konungi er falið í stjórnarskránni, og ríkisstjóri hafði verið valinn. Enn fremur höfðu verið sett lög um utanríkismálaráðuneyti íslands og full- trúa þess erlendis. í 1. gr. þeirra er mælt svo fyrir, að með utanríkismál íslands fari sérstakt ráðuneyti í Reykja- vík, og í 2. gr. segir, að ríkisstjórnin skipi starfsmenn sendiráða. Skal þetta ekki nánar rakið. —
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.