Helgafell - 01.12.1942, Page 28

Helgafell - 01.12.1942, Page 28
306 HELGAFELL ekki úlfana á blóði, þegar þeirra menn geri það. Þessi ummæli verða ekki skilin sem tákn norskrar þjóðerniskenndar, þótt þau beri á sér nokkurn blæ andúðar gegn umhverfi Ragnhildar. Af samhengi kvæðisins má ráða, að Ragnhildur hafi verið í andstöðuflokki Haralds konungs, enda eiga orðin um úlfafóðrunina líklega við sigur Haralds í Hafursfirði. Vísur Hornklofa um hina dönsku drottningu eða tignarmeyju og hennar „dramblátu dísir“ vekja nokkurn grun um það, að andstæðingar Haralds í baráttunni um Nor- eg, kunni að hafa verið af austnorrænu ætterni — Haraldur konungur var það reyndar sjálfur, svo sem alkunnugt er. — Og við þurfum ekkert að undrast, þótt ,,hin danska kona“ hafi verið í flokki andstæðinga hans. í upphafi víkingaaldar, eða nánar ákveðið fyrir 813, höfðu danskir konungar náð fót- festu í Suður-Noregi og lagt undir veldi sitt Vestfold, auðugasta og merki- legasta landshluta þeirra tíma Noregs. Á næstu mannsöldrum náðu víkinga- skarar frá löndum Dana- og Svíakonunga yfirráðum á helztu verzlunarleið- um í Vestur- og Austur-Evrópu og mynduðu víða nýlendur meðfram þeim. Það mætti sannarlega furða heita, ef strandir Noregs hefðu verið lausar við heimsóknir þessara gesta. Ég neita að trúa þeirri fjarstæðu. Hornklofi kallar mótstöðumenn Haralds konungs í Hafursfjarðarorustu austkylfur, og segir einnig í kvæðinu, að konungur hafi gefið mönnum sínum „austrænt man". Á þessum tímum voru ferðir víkingaskaranna frá Dan- mörku og ströndum Noregs vestur um haf í algleymingi, og af kvæði Horn- klofa má ráða, svo sem Gustav Storm hefur bent á, að víkingar frá Vestur- löndum hafi tekið þátt í Hafursfjarðarorrustu gegn Haraldi hárfagra. Það hefði því mátt búast við, að Hornklofi minntist frekar vestrænna ambátta en austrænna á valdi Haralds og manna hans eftir sigurinn. Þegar við athugum orðið austkylfur, horfir málið öðruvísi. Orð þetta merkir sýnilega austrænu kylfingarnir eða kylfumennirnir. Það er hertekið kvenfólk hinna yfirunnu austrænu óvina, sem skáldið kallar „austrænt man". í Egils sögu er talað um Kylfinga. Þeir komu að austan til Hálogalands, og átti Þórólfur Kveldúlfsson, sýslumaður Haralds hárfagra, í höggi við þá. Gustav Storm hugði Kylfinga þessa menn Svíakonungs, og er það líklegt. Garðaríki var stofnað af víkingum frá Svíaríki, en að fornu bar þessi austnorræna nýlenda einnig nafnið Kylfingaland. Að því er Johannes Steenstrup segir var kylfan höfuðvopn bænda í Danmörku og víðar meðal norrænna manna á víkinga- öld. Norðmenn þeirra tíma hafa þó haft augljósa sérstöðu í þessu efni. Frá víkingaöldinni einni saman hafa fundizt um 2000 sverð í Noregi. Þar í landi hlýtur sverðið að hafa heyrt til hinum almenna vopnabúnaði. í forndönsku löndunum hafa á hinn bóginn sárfá sverð fundizt frá umræddum tíma, og aðeins sex hér á landi. Mega nú eftirfarandi orð Fóstbræðra sögu vekja nokkra athygli: ,,í þann tíð voru á íslandi sverð ótíð til vopnabúnings". Þessi lærdómsríku ummæli eiga við vopnaburð sögualdarmanna. Ég hika
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.