Helgafell - 01.12.1942, Page 29

Helgafell - 01.12.1942, Page 29
UPPRUNI ÍSLENZKRAR SKÁLDMENNTAR 307 nú ekki lengur við að gera ráð fyrir tilveru austnorrænna nýlendna á strönd Noregs, þá er Haraldur hárfagri hófst þar til valda. Við íbúa þeirra mun Hornklofi eiga, er hann kallar konung sinn allvald Austmanna. Nú mun reynast hægara um vik að ræða um ætterni fjórða Austurlands- skáldsins, Gríms Droplaugarsonar. Ætt hans er í Landnámabók talin frá Þóri þiðranda, sem líklega hefur heimkynni átt í Veradal í Þrændalögum. Það- an eiga þeir synir hans, Ketill þrymur og Graut-Atli, að hafa komið til ís- lands. Þeir námu Lagarfljótsstrandir, og var Grímur þriðji maður í beinum karllegg frá Katli þrym. Ketill þrymur á tvo alnafna í fomum sögum. Var annar þeirra Ketilll þrymur, í Njarðvík, sonarsonur hans. Um hinn er getið í þættinum: „Hversu Noregur byggðist“, og á sá Ketill þrymur að hafa búið í Þrumu á Ogðum endur fyrir löngu, því hann er talinn fjórði maður frá Austurvegskonunginum Nór, sem á að hafa lagt Noreg undir sig. í sömu andrá, sem Ketils þessa þryms er getið í ættartölunni frá Nór konungi, er og nefndur Végarður ,,faðir Veðrorms föður Vémundar gamla“. Nöfn þessi beina huganum þegar að landnámsfrásögunni um Ketil þrym, afa Gríms Droplaugarsonar. Þar segir: ,,Ketill fór utan og var með Véþormi, syni Vé- mundar hins gamla“. í Droplaugarsona sögu er nánar frá utanlandsförinni skýrt og Véþormur nefndur þar Veðrormur. í þessum ritum mæta okkur aftur sömu nöfnin: Ketill þrymur, Veðrormur og Vémundur gamli. Þau eru alltof fágæt til þess að um tilviljun geti verið að ræða. Hvergi er getið frændsemi milli vinanna Veðrorms Vémundarsonar og Ketils þryms landnámsmanns, en það má auðsætt vera, að einhverju sinni hafa ættir þeirra verið raktar upp til frændanna Ketils þryms í Þrumu og Vémundar gamla Veðrormssonar. Samhljóðan nafnanna í ættartölunni frá Nór og frásögnunum af Katli þrym sýnir, að þessu hefur verið þannig varið. í þættinum „Hversu Noregur byggðist“, er aðeins ein ættkvísl rakin frá Nór konungi niður til landnámsmanna. Það er til bræðranna á Akranesi, Bersasona. Lýkur henni með Tungu-Oddi, dóttursyni Þormóðs. Þessi und- antekning er kynleg, en það er nú svo, að Reykhyltingar 13. aldar fóru með goðorð Tungu-Odds, bjuggu í heimahögum hans og voru frá honum komn- ir. Ættir annarra landnámsmanna frá Nór lætur þáttarskrifarinn sér nægja að rekja niður til Ketils þryms í Þrumu, Vémundar gamla, Ketils raums og Hjörleifs konungs hins kvensama. í Landnámabók er Geirmundur heljar- skinn talinn þriðji maður í karllegg frá Hjörleifi, en Ingimundur gamli annar frá Katli raum. Má nú segja, að margt sé líkt með skyldum. Ættir þeirra landnámsmanna, sem taldar hafa verið frá Nór konungar, bera á sér óvenju skýr einkenni austnorrænna menningarhátta. Hérna höfum við þá fimm ættbálka, sem allir eiga að vera af sömu aust- norrænu rótinni runnir. Menn munu yppta öxlum yfir þeirri sagnfræði að tala um austnorræna rót í sambandi við hinn ósannsögulega Nór konung. En
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.