Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 32

Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 32
310 HELGAFELL menn hans voru umhverfis og lét gera þar lokhvílu. Þórdís, kona hans, 8purði hann, því hann vildi þar heldur land eiga, er allt var skógi vaxið að húsum heim og mátti hvergi sjá mannaferðir, þótt að garði færi. Þá kvað Helgi vísu“. Vísan er svar við spurningu Þórdísar og verður því að ætla, að hún gefi bending um það, hvers vegna Helgi fluttist að Eiðum. Þannig virðist og máli háttað. Á Eiðum hefur blótlundur verið. Kvalinn af ótta við banaráð og umsátur Gríms Droplaugarsonar, sem bróður átti að hefna á Helga, leitar hann verndar og vísbendingar máttarvaldanna við hinn helga lund. Adam frá Brimum skýrir frá því, að í Uppsölum sé lundur, sem á hafi verið hengdir kroppar fórnardýra. Þetta hefur hann eftir sjónarvotti. Lund- urinn er svo helgur í augum heiðingjanna, að sérhvert tré hans telst guð- dómlegt sökum blótdýranna og rotnunar þeirra, segir Adam. Eitthvað áþekk- ur þessu hefur lundur Þórðar snepils verið og trén við bæinn á Eiðum, sem Helgi Ásbjarnarson leitaði vitrana hjá. Það er táknrænt, að frásögur um Freysdýrkun á Austurlandi eru allar ofnar inn í sagnir af Hrafnkatli Freysgoða og sonarsyni hans, Helga. Á Norðurlandi koma þær einvörðungu fyrir í Vatnsdæla sögu og Víga-Glúms sögu, einmitt sögunum, sem fjalla um niðja Ingimundar gamla og Helga magra. Auðvitað er þetta engin tilviljun. Hér er að ræða um þrjár Freysgoða- ættir. Menningarviðhorf þeirra allra hefur verið hið sama í meginatriðum. Þess vegna reynist efnisvalið í arfsögnum ættanna svo nauða líkt sem raun ber vitni um. Hrafnkell elskar Freyfaxa sinn og hlýtur fyrir það hinar þyngstu raunir. Þessi sögulegi hestur á aðeins einn nafna í fornbókmennt- unum. Hann var í Vatnsdal, um hann er rætt í Vatnsdæla sögu, og sögnin um þennan Freyfaxa varðar Ingimundar sonu: „Brandur átti hest föxóttan, er kallaður var Freyfaxi. Hann var virkur að hestinum og þótti góður, var hann og öruggur til alls, bæði vígs og annars, höfðu flestir það fyrir satt, að Brandur hefði átrúnað á Faxa“. — „Hrafnkell átti þann grip í eigu sinni, er honum þótti betri en annar. Það var hestur, brúnmóálóttur að lit, er hann kall- aði Freyfaxa sinn. Hann gaf Frey vin sínum þann hest hálfan. Á þessum hesti hafði hann svo mikla elsku, að hann strengdi þess heit, að hann skyldi þeim manni að bana verða, sem honum riði án hans vilja". Sögukjarni og jafnvel frásagnarblær beggja málsgreinanna má heita hinn sami. Helgi Ásbjarnarson og Víga-GlúmUr á Þverá hrekja báðir ábúendur af jörðum. Frásögnin um verknað Helga finnst í Brandkrossa þætti, en Víga- Glúms í sögu hans: „Helgi reisti bú á Oddsstöðum og ætlaði allt til á ein- um degi og þangað að færa bú sitt hinn fyrsta fardag. En er Oddur bjó sína ferð í braut, þá lét hann höggva griðung og sjóða, en hinn fyrsta fardag, þá er Oddur var á brott búinn, lætur hann borð setja með endilöngum sæt- um, og var þetta allt griðungsslátur á borð borið. Gekk þá Oddur þar að svo talandi: „Hér er nú vandlega borð búið og svo sem hinum kærstum vinum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.