Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 43

Helgafell - 01.12.1942, Qupperneq 43
SIÐMENNÍNG OG LÆKNISFRÆÐ! 321 um en hin ekki, er ef til vill sú, að önnur leggur jákvæða hluti af mörk- um, en hin ekki. Þó er lítill efi á, hversu fara mundi, ef þjóð, sem skorti bifreiðar, en væri þrautpínd af austur- lenzkri kóleru, ætti að kjósa um, hvort hún vildi heldur fá bifreiðar eða losna við kóleruna. Sé þannig litið á málið, eigum vér vísindunum meira að þakka fyrir að losa oss við kóleru en gefa oss bifreiðar. Þessi samanburður er engar öfgar. Á 19. öldinni breiddist austur- lenzk kólera hvað eftir annað út í Bandaríkjunum og varð þúsundum manna að bana. Alla 19. öldina ógn- aði gulusótt Suðurríkjunum og hafnar- bæjum Norðurríkjanna eins og vofa. Báðum þessum drepsóttum hefur verið útrýmt í Bandaríkjunum. En maður 20. aldarinnar metur eigi til fulls, hvers virði þetta er fyrir hann. Hann lætur sér nægja að viðurkenna stað- reyndina og gleymir því, að þessir sjúkdómar hafi nokkurn tíma gist landið. Honum kemur ekki til hugar, að þeir gætu komið aftur. Viðurkenn- ing hans á læknavísindunum er að mestu fólgin í heitri ósk um, að rutt verði úr vegi þeim sjúkdómum, sem enn hrjá mannkynið. Því miður er afstaðan til læknis- fræðinnar oft eigi aðeins fálæti og gleymska á unna sigra, en miklu frem- ur lýsir hún sér í virkri andstöðu. And- stæðingar bólusetninga beita sér til dæmis móti einu mikilvægasta og þrautreyndasta atriðinu í heilsuvernd. Þeirra er heiðurinn, að bólusóttin held- ur enn velli. Andstæðingar dýratil- rauna beita sér gegn læknisfræðilegum rannsóknum, sem bæði miða að því að öðlast nýja þekkingu og gera þá þekk- ingu raunhæfa, sem þegar var feng- in. Fylgismenn trúarlækninga berjast fyrir afnámi allra læknavísinda. Þótt þeir 8éu í minnihluta atkvæðisbærra manna, eru þeir áhugasamur minni- hluti, sem færir sér í nyt áhugaleysi og fálæti meirihlutans. Þeir bera fram lagafyrirmæli, er leggja stein í götu læknisfræðinnar og sitja um hvert tæki- færi til að skapa örðugleika á því, að uppi sé haldið lögmætu, læknisfræði- legu eftirliti. Starfsemi slíkra manna hefur áorkað því, að lög um skyldu- bólusetningu hafa verið afnumin í tveim fylkjum með þeim árangri, að bólusótt gerir einkum vart við sig í þessum tveim fylkjum Bandaríkjanna. Bólusóttin ber því miður enga virðingu fyrir landamæralínum, og hún heldur ekki kyrru fyrir þar, sem löggjöfin er henni hliðholl, en berst til annarra ríkja. Á þennan hátt er hindrað, að bólusótt sé útrýmt úr Bandaríkjunum. Margt af því fólki, sem sýnir lækna- vísindunum andúð, heldur enn dauða- haldi í hin ævafornu grundvallaratriði frumstæðrar læknisfræði, sem eiga djúpar rætur í mannlegu eðli. Þetta fólk hafnar ekki lækningum skilyrðis- laust, en það er mótfallið grundvall- arkenningum vísindalegrar læknis- fræði. Það viðurkennir og semur sig að ytri skilyrðum nútímalífs, skilyrð- um, sem eru ávöxtur eðlisfræðivísinda, en það hefur orðið aftur úr, er til þess kom að fylgjast með straumhvörfum í hugsanastefnum, er hafa átt sér stað í lífi nútímamannsins. Þetta fólk er blátt áfram frumstætt fólk, sem ekur í bifreiðum. í læknisfræði er um tvær hugsana- stefnur að ræða. Onnur er frumstæð og merkt hjátrúnni. Hin er vísindaleg og merkt nútíðinni. Þessar stefnur eru hvor annarri gagnstæðar í öllum atrið- um. Önnur stefnan felur í sér þá trú, að yfirnáttúrleg öfl valdi sjúkdómun- um. Slík kenning gerir ráð fyrir sam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172

x

Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.