Helgafell - 01.12.1942, Page 49

Helgafell - 01.12.1942, Page 49
HRINGSÓL UM KREML 327 minna og minna í þessu, eftir því sem árin færðust yfir hann. Eða að horfa á kvikmyndir! . . . Stálgrá, beinhörð bylting varð eitthvað svo hégómleg, þegar maður sat í hæg- indastól í miðstöðvarhita og sá hana líða yfir léreft á vegg. Og því í ósköp- unum var honum ekki sleppt til stúlkn- anna á kornökrunum undir guðs sól og skýjum, heldur en að sýna honum þetta á mynd ? Það hefði verið munur ! Nei, ef Rússaveldi var ekki annað en vel hirtar stofnanir og myndir á vegg, þá kærði hann sig djöfulinn um Rússa- veldi, því að þá voru þeir Dostójevski og Gógol og Leó karlinn dauðir — og Gorkí sama sem. Þægur og þögull hafði hann látið tosa sér út um hvippinn og hvappinn. Þægur og þögull hafði hann hlustað á hinar eilífu erjur milli norsku og dönsku deildanna, erjur, sem fóru með allmikið af þeim tíma, er báðum að- iljum bar saman um, að væri „dýrmæt- ur“, en þeir eyddu þó sameiginlega í endalaus fundahöld, bituryrtar orða- sennur, fákænlegar eins og skammir milli skólasveina — og stundum urðu hann og Danirnir af morgunmatnum, hætti við að koma heldur seint á fæt- ur. Norðmennirnir höfðu matazt og reistu sig frá borðum sem einn maður, stundin var komin til áframhaldandi sóknar á verksmiðjur, skóla, sjúkra- hús, hressingarhæli, fyrirmyndarbú, betrunarstofnanir, barnaparadísir, elli- heimili, vörumiðlunarbúðir . . . Þög- ull og þægur hafði hann gert skyldu sína og Iangt fram yfir það sem full- trúi þess stúdentafélags, er hafði sent hann út af örkinni. En jafnvel þótt Rússland væri ó- endanlegt eða að minnsta kosti — frá fulltrúa-sjónarmiði — óendanlega fá- breytilegt og leiðinlegt, varð að binda einhvern endahnút á þessi endalausu leiðindi. Það var ekki seinna vænna, ef það á annað borð átti að gerast. Á morgun skyldi haldið heimleiðis. Þá var það of seint! Og allt á enda. Nei, það var tími til kominn að hefj- ast handa, ef hann átti ekki að skokka heim á leið jafn heimskur og fákænn og hinir blessaðir aularnir. Sál hans var í veði. Og sál Rússaveldis! Það var sannarlega tími til kominn . . . En hvar í ósköpunum átti hann að byrja, og hvernig átti hann yfirleitt að fara að þessu — þessu, sem þurfti að gerast ? Aðeins eina nótt hafði hann til umráða. Eina örstutta nótt. Og komið að miðnætti! Hvað getur gerzt á einni nóttu ? Nei, nú var að duga eða drep- ast — ,,margt getur skeð á einni nóttu!“ — Símon Pétur! ávarpaði hann sjálfan sig — án þess að bæra varirnar: Blessaður góði vertu nú einu sinni drengur í buxum! Reyndu að koma þannig fram, að ég geti verið þekktur fyrir þig. Segðu skilið við guð- fræðinga og stjórnmálafróðleysingja. Skolaðu af þér norsk-dönsku eiturslett- urnar og hina hálfgerðu lífsleiði Sví-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.