Helgafell - 01.12.1942, Page 49
HRINGSÓL UM KREML
327
minna og minna í þessu, eftir því sem
árin færðust yfir hann.
Eða að horfa á kvikmyndir! . . .
Stálgrá, beinhörð bylting varð eitthvað
svo hégómleg, þegar maður sat í hæg-
indastól í miðstöðvarhita og sá hana
líða yfir léreft á vegg. Og því í ósköp-
unum var honum ekki sleppt til stúlkn-
anna á kornökrunum undir guðs sól og
skýjum, heldur en að sýna honum
þetta á mynd ? Það hefði verið munur !
Nei, ef Rússaveldi var ekki annað en
vel hirtar stofnanir og myndir á vegg,
þá kærði hann sig djöfulinn um Rússa-
veldi, því að þá voru þeir Dostójevski
og Gógol og Leó karlinn dauðir — og
Gorkí sama sem.
Þægur og þögull hafði hann látið
tosa sér út um hvippinn og hvappinn.
Þægur og þögull hafði hann hlustað
á hinar eilífu erjur milli norsku og
dönsku deildanna, erjur, sem fóru með
allmikið af þeim tíma, er báðum að-
iljum bar saman um, að væri „dýrmæt-
ur“, en þeir eyddu þó sameiginlega í
endalaus fundahöld, bituryrtar orða-
sennur, fákænlegar eins og skammir
milli skólasveina — og stundum urðu
hann og Danirnir af morgunmatnum,
hætti við að koma heldur seint á fæt-
ur. Norðmennirnir höfðu matazt og
reistu sig frá borðum sem einn maður,
stundin var komin til áframhaldandi
sóknar á verksmiðjur, skóla, sjúkra-
hús, hressingarhæli, fyrirmyndarbú,
betrunarstofnanir, barnaparadísir, elli-
heimili, vörumiðlunarbúðir . . . Þög-
ull og þægur hafði hann gert skyldu
sína og Iangt fram yfir það sem full-
trúi þess stúdentafélags, er hafði sent
hann út af örkinni.
En jafnvel þótt Rússland væri ó-
endanlegt eða að minnsta kosti — frá
fulltrúa-sjónarmiði — óendanlega fá-
breytilegt og leiðinlegt, varð að binda
einhvern endahnút á þessi endalausu
leiðindi. Það var ekki seinna vænna,
ef það á annað borð átti að gerast. Á
morgun skyldi haldið heimleiðis. Þá
var það of seint! Og allt á enda.
Nei, það var tími til kominn að hefj-
ast handa, ef hann átti ekki að skokka
heim á leið jafn heimskur og fákænn
og hinir blessaðir aularnir. Sál hans
var í veði. Og sál Rússaveldis! Það
var sannarlega tími til kominn . . .
En hvar í ósköpunum átti hann að
byrja, og hvernig átti hann yfirleitt að
fara að þessu — þessu, sem þurfti að
gerast ? Aðeins eina nótt hafði hann til
umráða. Eina örstutta nótt. Og komið
að miðnætti! Hvað getur gerzt á einni
nóttu ? Nei, nú var að duga eða drep-
ast — ,,margt getur skeð á einni
nóttu!“ — Símon Pétur! ávarpaði
hann sjálfan sig — án þess að bæra
varirnar: Blessaður góði vertu nú einu
sinni drengur í buxum! Reyndu að
koma þannig fram, að ég geti verið
þekktur fyrir þig. Segðu skilið við guð-
fræðinga og stjórnmálafróðleysingja.
Skolaðu af þér norsk-dönsku eiturslett-
urnar og hina hálfgerðu lífsleiði Sví-