Helgafell - 01.12.1942, Síða 52

Helgafell - 01.12.1942, Síða 52
330 HELGAFELL Aðra eins ánægjustund hafði Símon Pétur ekki lifað nú í þrjár vikur. Já, það mátti taka dýpra í árinni. Hann þreif í öxl ökuþórsins af karl- mannlegri blíðu: Þú ert alveg eins og hann afi minn sálugi, sagði hann. Svei mér þá, ef þú ert ekki jafn líkur hon- um og gráu hárin á kollinum á þér eru lík hvort öðru ! Hann stóð á fætur og faðmaði skeggkarlinn, og augu hans ljómuðu: Mig langar satt að segja til að hafa þig með mér heim og taka þig í fóstur! Allt í einu, upp úr þessum faðmlög- um, fór karlinn, sem hingað til hafði haldið munni sínum hreinum og heið- arlegum, eitthvað að babbla um Len- in — Lenin . . . Þá var Símoni nóg boðið. Hann var orðinn fullsaddur á að heyra það nafn og sjá myndir af þeim manni á ólíklegustu stöðum og í ólík- legustu afbrigðum og stellingum nú í þrjár vikur. Hann hallaði sér aftur í sætinu, hætti við að taka vagnkarlinn í fóstur og hrópaði argur: Hættu að tala um þennan helvítis Lenin! . . . Lenin var edíót! Jæja, — vagnkarlinn virtist sam- sinna þessu. Hann sló fjörlega í klár- inn, herti ferðina, benti fram fyrir sig, og í orðabununni, sem fram úr honum stóð, kom fyrir aftur og aftur eitthvað sem líktist ,,edíót‘‘. Hann um það. Ef hann aðeins vildi láta vera með að ganga fram af klár- greyinu, er virtist jafngamall vagni og vagnkarli. Þeir voru allir þrír æva- fornir. Símon ætlaði að fara að orða þetta við hann, þegar vagninn allt í einu nam staðar. Símon leit í kringum sig og þekkti kumbl Lenins. Jæja, — ekki verður feigum forðað. Símon Pétur hafði allajafna sættsigvið örlagadóma. Hann gerði karlinum það til geðs að stíga út úr vagninum, fylgai honum kringum hina lágu byggingu, athugaði hana gaumgæfilega frá öll- um hliðum — þetta var ósköp einföld bygging. Hann heilsaði upp á varð- manninn, bauð vindlinga, lallaði síð- an í áttina til hestsins. Öllu á botninn hvolft, skildi hann betur hesta en mál villuráfandi Rússa. Klárinn vildi ekki almennilega þýð- ast hann, eyrun gengu fram og aftur í hálfkæringi. Hann trúði honum ekki fyllilega, að því er virtist: Enda verður því ekki neitað, að þú ert byrðin, út- lagði Símon fúllyndi hins ferfætta fé- laga síns : Þyngdin aftan í! Vagninn væri léttari án hans. En nú þykknaði í Símoni, —þvx hvað átti klárinn með að sýna fýlu ? Hafði hann ekki setzt upp í vagninn meðal annars til þess að láta husbonda hans græða á sér ? Hafði honum ekki jafn- vel flogið í hug að taka í fóstur karl og vagn og hest og allt hans hyski, ef hann þá ekki var einhleypur. Launin voru þau, að klárinn var afundinn! Si- moni sárnaði þetta, hann settist upp í vagninn á ný, dró víðan hring með hendinni: Hringinn um Kreml! Karlfauskurinn kom töltandi — var ekki almennilega með á nótunum. — Hvað átti hann við ? . . . Hann benti á Kreml-múrinn, benti á kumblið laga (það er á við meðal hesthús — því ber elcki að neita, sagði Símon óþolinn), benti á þjóðminjasafnið, benti a sölu- hallirnar og kirkju heilags Basíhusar. . . Símoni varð starsýnt á kastalamur- inn, er hóf sig eins og veggur að baki kumblsins, skotskörð með jöfnu milli- bili á efri brún. Júlímáninn varpaði mildu ljósi á hinn rauðleita, örlítio halla vegg . . . Þetta skildi Símon — eða fannst hann skilja. Hann hafði ekki augun af múrnum langa stund —
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.